Tortillur, pestó og orkukúlur

Tortillur með túnfisksalati

  • 8 tortillur
  • 1 dós túnfiskur í vatni
  • 1 avocado
  • 2 msk majónes
  • 1 hvítlauksrif
  • 1 og 1/2 bolli rifinn ostur
  • 1 bolli kirsuberjatómatar
  • salt
  • pipar
  • koriander (val)
  • rautt chillie (val)
  • blaðlaukur í bitum (val)

Látið vatnið renna af túnfisknum og maukið bitana með gaffli.

Skerið avocado og tómata í bita og setjið útí.  Maukið hvítlauk og blandið honum saman við ásamt majónesi og salti og pipar.  Gott er að setja 1 tsk að fínt söxuðu korander og 1 tsk af fint söxuðu rauðu chille, en það er val.

Hitið Tortillu á pönnu á báðum hliðum og leggið til hliðar og hitið aðra, báðum megin. Setjið túnfisksalatið á milli, osfrv. Gott er að skera þetta með pizzuskera í sneiðar.

Berið fram með spínati, pestó og kirsuberjatómötum.

\"\"

Pestó

  • 1 brokkolístilkur
  • 1/2 poki ferskt spínat
  • 1 hvítlauksrif
  • 1/2 bolli ólífuolía
  • salt, pipar

Setjið allt saman í matvinnsluvél og maukið.

\"\"

Orkukúlur

  • 3 msk kakó
  • 1 bolli döðlur, maukaðar (gott er að láta þær liggja í 30 mín í bleyti áður, sía vatnið frá)
  • 1/2 bolli möndlur hakkaðar
  • 1/2 bolli heslihnetur
  • 1/2 bolli kókosmjöl
  • 1/8 tsk salt
  • 1 msk maple sýróp (val)

Maukið döðlur í matvinnsluvél. Bætið út í möndlum heslihnetum kókosmjöli og salti og maukið allt saman.  Gott er að bæta sýrópi út í til að auðvelda mótun á kúlunum. Búið til kúlur og veltið kúlum uppúr kókosmjöli.  Setjið í kæli í 2 klst.

\"\"

 

Verði ykkur að góðu :)