Steinsnar frá Akureyri reka hjónin Hrefna Laufey Ingólfsdóttir og Árni Sigurðsson húsasmíðameistari gistiheimilið Ása. Gistiheimilið Ásar er staðsett á fallegum stað í Eyjafirðinum um það bil 10 kílómetra fjarlægð frá Akureyri þar sem mikil veðursæld ríkir. Hrefna leggur mikla ástríðu og natni starf sitt að taka á móti gestum og er sérstaða hennar morgunverðurinn. Í þættinum Matur og heimili í kvöld býður Hrefna til morgunverðar sem á sér engan líkan, en hún leggur mikla áherslu á að vera með heimabakað og heimagerðar kræsingar.
„Hér líður mér best, eldhúsið er minn staður og mér þykir skipta miklu máli að taka vel á móti gestum okkar,“ segir Hrefna og bætir við að hún elski hreinlega að vera í eldhúsinu að framreiða heimagerðar kræsingar og dekka upp fallegt morgunverðarborð.
Gistiheimilið Ásar er einstaklega huggulegt og rómantískt. Það sést að Hrefna sinnir gistiheimilinu af mikilli ástríðu og natnin, hjá henni verða öll smáatriði að ævintýra upplifun. Hrefna leggur upp úr því að hafa gistinguna heimilislega án þess að vera með of mikið af munum.
„Persónulegir hlutir sem tengjast okkur fá aðeins að njóta sín hér í herbergjunum en á fágaðan og einfaldan hátt,“ segir Hrefna. Einnig er í boðið útisvæði, pallur með heitum potti þar sem hægt er að njóta kyrrðarinnar og útsýnis af bestu gerð.
Missið ekki af heimsókn Sjafnar til Hrefnu að gistiheimilinu Ásum þar sem ævintýrin gerast og gestir fá að njóta persónulegrar þjónustu heimilisfólksins sem á sér enga líka. Meira í þættinum Matur og heimili á Hringbraut í kvöld klukkan 19.00 og aftur klukkan 21.00.
Hægt er að sjá myndbrot úr þætti kvöldsins hér: