Guðdómlega ljúffengur kjúklingarréttur sem bragð er af

Á haustin er svo gaman að útbúa ljúffenga rétti í eldhúsinu sem bragð er af og allir kunna að njóta. Hér erum við komin með uppskrift af guðdómlega ljúffengum kjúklingarétt sem bæði krakkar og fullorðnir elska. Þessi er úr smiðju Maríu Gomez matar- og kökubloggara með meiru sem heldur úti síðunni paz.is

„Þennan kjúklingarétt hef ég gert í meira en 15 ár og stendur hann alltaf fyrir sínu. Hann er í senn hollur en afar ljúffengur, og bæði krakkar og fullorðnir elska hann,“ segir María og segir að hann taki enga stunda að gera og sé afar auðveldur. Gulrótarsósan er bragðmikil og þétt í sér og hjúpar kjúklingin svo fallega og gefur réttinum afar ljúffenga áferð.

M&H Kjúklingaréttur MG 2.jpeg

Léttur kjúklingaréttur í kryddaðri gulrótarsósu

2 msk. spelt eða hveiti

1 tsk. fínt borðsalt

4 stk. kjúklingabringur

2 msk. ólífuolía

300 g gulrætur

1 tsk. paprikuduft

1 tsk. kóríander

½ tsk. engiferkrydd

1 msk. Oscar kjúklingadufts kraftur

2,5 dl. soðið vatn + 2 msk seinna

1 msk. sítrónusafi

2 msk. Philadelphia Light rjómaostur

söxuð fersk baslika til að dreifa yfir réttinn

  1. Veltið bringunum upp úr hveiti og hitið olíu á pönnu.
  2. Setjið bringurnar út á heita olíuna og saltið með 1 tsk. fínu borðsalti. Steikið í 2 mínútur á hvorri hlið og takið tímann.
  3. Skrælið gulrætur og skerið í þunnar sneiðar og bætið út á pönnuna ásamt kryddunum þremur og hrærið.
  4. Hafið heitt soðið vatn tilbúið við höndina og setjið 1 msk. af Oscar kjúklingakraft í duftformi út á ásamt 2,5 dl af soðnu vatni og sítrónusafa.
  5. Látið suðuna koma upp og lækkið niður í lægsta hita og leyfið að malla saman á pönnuni í eins ug um 10 mínútur undir loki.
  6. Færið þá bringurnar yfir á disk og setjið gulrætur ásamt safanum á pönnuni í. blandara eða matvinnsluvél ásamt 2 msk. af vatni og 2 msk. af Philadelphia light og maukið vel.
  7. Hellið svo gulrótarsósunni aftur út á pönnuna ásamt bringunum og leyfið að malla í eins og 2-4 mínútur saman.
  8. Raðið bringunum á diska og hellið sósunni vel yfir og stráið ferskri basiliku yfir.

Berið fram með cous cous og einnig er gott að hafa með salat eða soðið spergilkál eða það meðlæti sem ykkur þykir gott.

M&H Kjúklingaréttur MG 4.jpeg

Þessi kjúklingaréttur hittir í mark hjá yngri kynslóðinni líka og svo er hann svo hollur./Ljósmyndir María Gomez.