Guðdómlega ljúffengt og hollt frosið jógúrtsnakk

Nú þegar skólarnir eru að fara hefja göngu sína aftur eftir sumarfrí og allir eru á þönum er gott að hafa með sér hollustu nestisbita sem bræðir bragðlaukana. Berglind Hreiðarsdóttir ein af okkar uppáhalds matar- og kökubloggurum töfraði fram þessa himnesku uppskrift sem þið verið að prófa. Einstaklega fljótlegt að útbúa og einfaldara getur það ekki verið. Berglind heldur úti síðunni www.gotterí.is og instagramsíðunni @gotterioggersemar þar sem þið getið fylgst með öllu því sem hún töfrar fram.

 

Frosið jógúrtsnakk

1 dós grísk jógúrt (350 g)

1 msk. agave sýróp

1 msk. bökunarkakó

5 msk. Granóla frá Til hamingju

50 g Hnetur og ávextir frá Til hamingju

 

Byrjið á því að blanda saman jógúrti, sýrópi og bökunarkakó með sleif.

Smyrjið á bakka eða eldfast mót íklætt bökunarpappír svo um ½ sentimetra þykkt lag myndist.  Saxið niður hnetur og ávexti og stráið yfir ásamt granóla.

Frystið í að minnsta kosti 3 klukkustundir og brjótið þá niður í bita.

Gott er að eiga molana í vel lokuðu boxi í frystinum.