Einstaklega litríkt og fallegt sængurverasett með 365 litlum listaverkum eftir grafíska hönnuðinn Elsu Nielsen hefur vakið athygli og er vinsæl gjöf fyrir unga sem aldna.
Skemmtileg saga er á bak við tilurð þessara 365 litlu listaverka eftir sem prýða sængurverasettið frá Elsu. Þann 1. janúar árið 2015 ákvað Elsa að skrásetja líf sitt með litlum trélitateikningum og rifja þannig upp gamla trélitatakta. Hún teiknaði eina litla mynd á dag og deildi þeim á Instagram undir #einádag. Hún náði að klára heilt ár, eða 365 myndir, með hjálp þeirra sem fylgdust með af aðdáun. Í framhaldinu hannaði Elsa vörulínu úr litlu teikningunum sem hefur verið til sölu í helstu hönnunarverslunum á Íslandi, eins og dagatal, veggspjöld, tækifæriskort og servíettur. #einádag dagatalið rataði einnig í vinsælustu hönnunarverslunina á Strikinu í Kaupmannahöfn, Illums Bolighus, og einnig í Wanted Design í New York.
Nýjast í vörulínu Elsu er þetta sængurverasett úr hágæða mjúkri bómull. Allar 365 teikningarnar passa fullkomlega á eitt sængurver. Fallegt í hjónaherbergið, unglinga- eða barnaherbergið.
Þetta skemmtilega trélita verkefni #einádag sem byrjaði smátt með einni lítilli mynd á pappírssnepil varð stærra en Elsa þorði nokkurn tímann að vona. Árið 2016 var Elsa Nielsen útnefnd Bæjarlistamaður Seltjarnarness og voru allar orginal myndirnar til sýnis í Gallerí Gróttu í kjölfarið af útnefningunni.
Sængurverasettið er fullkomin fermingar eða útskriftargjöf og fæst hjá Hlín Reykdal, á www.salka.is eða í gegnum Instagram síðu Elsu, elsanielsen. Einnig er hægt að skoða myndirnar á Instagram undir #einádag.