Draumur margra er að eiga sumarhús og eiga þar ljúfa stundir með fjölskyldum sínum. Hjónin Brynja Dadda Sverrisdóttir og Hafþór Bjarnason létu drauminn sinn rætast árið 2014 þegar þau keyptu sér lóð fyrir sumarhús í Norðurnesi í Kjós. Þau hönnuðu og smíðuðu sitt eigið sumarhús með hjálp góðra manna og tveimur árum síðar, árið 2016, var húsið risið. Sjöfn Þórðar heimsækir Brynju og Hafþór í Kjós í sumarhúsið sem hefur fengið heitið Móberg.
Móberg stendur á fallegum stað í Norðurnesinu þar sem náttúran í kring skartar sínu fegursta og útsýnið yfir fjöll og dali gleður augað. Sjöfn fær að skyggnast inn í sumarhúsið þeirra sem þau hafa meira og minna hannað og smíða sjálf af natni og ástríðu. „Þetta er griðastaðurinn okkar, hér líður okkur best,“segir Brynja Dadda og segir að hér komist þau út úr ys og þys hversdagsins og umlyki sig náttúrunni.
Þeim hjónum er margt til lista lagt og það má með sanni segja að listrænir hæfileikar þeirra fá notið sín í Kjósinni. Þau eru aldrei verkefnalaus og það má með sanni segja unni hag sínum vel í sveitinni. Það er ekki bara sumarhúsið sem þau eru búin að reisa, þau hafa komið sér upp matjurtagarði, kartöflugarði, snotru og huggulegu gróðurhúsi, smíðaverkstæði og sauna svo fátt sé nefnt. Það er heill ævintýraheimur út af fyrir sig að rölta um sumarhúsajörðina þeirra þar sem hvert leyndarmálið á fætur öðru er að finna. „Pítsaofninn er eitt best geymda leyndarmálið okkar hér í Móberginu, hér getum við líka bakaða brauð,“ segja þau Brynja og Hafþór. Útsjónarsemin, hugmyndaauðgin er óþrjótandi og nýting á jarðveginum er til fyrirmyndar í alla staði. Þau hjónin eru iðin að rækta og skapa allt það sem þeim langar til að hafa í sveitinni sinni.
Falleg handverk eftir þau hjónin er að finna í sumarhúsinu og utan húss. Hafþór nýtur sín allra best í sveitinni og segist fá innblástur fyrir sköpun handverka sinna út í náttúrunni. Í Móberginu smíðar hann og málar eins og enginn sé morgundagurinn. Þá eru það helst nytja- og skrautmunir unnir úr tré eins og gamaldags barnaleikföng, vagnar, vöggur og vörubílar. Einnig hannar hann og smíðar skurðarbretti og ýmis eldhúsáhöld. Eiga þau hjónin lítið fjölskyldufyrirtæki sem ber nafnið Hnyðja þar sem þessi vönduð og einstöku handverk eru til sölu. Í þættinum ætlum við einnig að svipta hulunni af smíðaverkstæðinu þeirra og handverkunum sem þar leynast.
Missið ekki af áhugaverðri og skemmtilegri heimsókn til þeirra hjóna í Kjós þar sem þið fáið kynnast sælureitnum þeirra.