Katrín Ísfeld innanhússarkitekt er nýbúin að ljúka við endurnýjun og hönnun tveggja baðherbergja frá grunni með glæsilegri útkomu. Katrín er þekkt fyrir sína stílhreinu og vönduðu hönnun sveipaða með ítalskri dulúð og áferð. Sjöfn Þórðar fær innsýn í hönnunina hjá Katrínu sem ávallt hannar og skipuleggur rýmin í góðu samráði við eigendur, þar sem þeirra persónulegi stíll fær að skína í gegn. „Þegar kemur að því að hanna baðbergisrými er vert að huga vel að notagildinu og fá sem mest út nýtingu í bland við fagurfræðina. Það þarf líka að huga vel að lýsingunni og fá þessa hlýlegu spa stemningu,“segir Katrín. Gráir tónar spila stórt hlutverk í efniviðnum á móti jarðlitum sem veita vellíðan og hlýleika í hönnuninni. Áhugaverð innlit með leiðsögn innanhússarkitektsins Katrínar Ísfeld í þættinum Matur og Heimili í kvöld klukkan 20.00.