Þegar talið berst að tei, þeim ágæta drykk, kemur það græna einatt fljótt upp í hugann. En af hverju? Er það eitthvað betra en annað te? Stutta svarið er, já! Í því græna er nefnilega að finna töluvert magn af "catechin“ sem er heilsusamlegt andoxunarefni sem getur hamlað starfsemi og dregið úr virkni krabbameinsfrumna og styrkt ónæmiskerfi líkamans. Ef lesendur þurfa að sannfærast eitthvað frekar má hafa í huga að það lækkar kólesteról og dregur úr hættu á hjartasjúkdómum, veitir vörn gegn bakteríusýkingum, stuðlar að styrk liðamóta og styrkir beinin, dregur úr bólgum og eflir áhrif sýklalyfja, jafnvel gegn bakteríum sem virðast vera lyfjaónæmar ... svo þarf frekara vitnanna við ...
Grænt te gerir þér gott

Fleiri fréttir
Nýjast