Í dag er mikið rætt um að sporna gegn matarsóun og æ fleiri taka þátt í að gera betur. Þar má nefna stórmarkaði, nýlenduvörurverslanir og heimilin sem geta saman lagt mikið af mörkum og um leið hagrætt og sparað á ýmsum sviðum. Sjöfn Þórðar hitti Rakel Garðarsdóttur hjá Vakandi, sem eru samtök sem vilja auka vitundavakningu um sóun matvæla á dögunum í þættinum Fasteignir og heimili á dögunum og fékk hana til sýna okkur hvernig má meðal annars nýta matvælin betur og töfra fram einfalda og góða rétti á örskammri stundu.
„Það sem er sniðugt í dag að flest allar verslanir á Íslandi eru að bjóða upp matvæli sem eru við það að renna út á dagsetningu eða einhverja hluta vegna í útlitsgölluðum umbúðum eða vörur sem er á niðursettu verði,“ segir Rakel og hvetur fólk til að fylgjast vel með vörum á niðursettu verði í verslunarferðum sínum í matarvörubúðinni.
„Ef maður kann að fara með þau matvæli, búa til úr þeim rétti og nýta ímyndunaraflið er sparnaðurinn heilmikill eða allt að 70 til 90 prósent ódýrara heldur en sambærileg vara sem er alveg fersk og sér ekki á,“ segir Rakel og tekur fram að þarna séu sóknarfæri fyrir heimilin að slá nokkar flugur í einu höggi, sparnaður fyrir budduna, fækka kolefnissporunum og huga að umhverfinu svo dæmi séu tekin.
Rakel er góð í því að töfra fram gómsæta rétti úr afurðum sem eru komnar á síðasta snúning og má þar nefna grænmetið sem hægt er að bjarga og nýta með margvíslegum hætti. Rakel bjó til grænt og vænt pestó úr ferskri basiliku og spínati sem voru komin á niðursett verð á örskammri stundu. Hér má sjá uppskriftina hennar Rakelar:
Grænt og vænt pestó
30 g furuhnetur
1 hvítlauksrif (má vera meira)
80 g fersk basilika
ein lúka af spínati
150 g íslensk repjuolía frá Sandhóli
½ tsk. salt
Þetta er allt sett saman í blandara og maukað saman. Einnig er hægt að gera þetta í morteli en þá væri lag að saxa hvítlaukinn og furuhneturnar áður en þær eru settar í mortelinn. Þetta tekur örskamma stund og bragðast ljómandi vel auk þess að vera bráðhollt.
Njótið vel.
*Allt hráefnið fæst í Bónus