Þau Jón G. og Sjöfn Þórðardóttir fá góða gesti til sín í þáttinn Fasteignir og heimili í kvöld.
Ómar Örn Helenuson frá Innréttingaklæðingu kemur okkur á bragðið með einfaldar og ódýrar lausnir til að fríkka upp á gamlar innréttingar, skápa og hurðar.
Ingólfur Gissurarson frá fasteignasölunni Valhöll fer yfir stöðuna á fasteignamarkaðnum í byrjun árs.
Rannveig Magnúsdóttur sérfræðingur frá Landvernd ræðir um mikilvægi þess að heimilin bregðist við matarsóun og hefur ýmsar lausnir við því.
Þá sækjum við Jón Trausta Ólafsson, forstjóra Öskju, heim og skoðum ný og glæsileg húsakynni KIA við Krókháls 13.
Síðast en ekki síst er litið inn til Kristínar Edwald, hæstaréttarlögmanns hjá LEX, sem býr á fallegri hæð í vesturbænum í Reykjavík. Kristínu er margt til lista lagt og má þar nefna græna fingur hennar, sápugerð og bakstur. Rómantíkin svífur í loftinu á heimili hennar.
Þátturinn Fasteignir og heimili er á dagskrá öll mánudagskvöld kl. 20:30 á Hringbraut. Spennandi þáttur.