Miklatorg, sem á og rekur IKEA á Íslandi, skilaði góðum hagnaði á síðasta ári eða 528 milljónum króna. Þetta er þó minni hagnaður en árið á undan þegar hann var 982 milljónir króna. Stjórn félagsins lagði tillögu fyrir aðalfund um að 500 milljónir króna verði greiddar í arð.
Þetta kemur fram í Morgunblaðinu í dag. Þar segir að þetta sé annað árið í röð sem tillaga sem þessi er borin upp á aðalfundi og samþykkt. 2016 greiddi félagið 900 milljónir í arð.
Á síðasta áratug hefur félagið greitt eigendum sínum tæplega 3,5 milljarða í arf. Það eru bræðurnir Sigurður Gísli og Jón Pálmasynir sem eiga IKEA á Íslandi. Þeir hafa einnig byggt upp umfangsmikla starfsemi í kringum IKEA í Eystrasaltsríkjunum.