Öll viljum við reyna að koma fyrir matarsóun og reyna að drýgja matinn betur. Hér koma nokkur góð húsráð hvernig við getum drýgt og bætt matinn betur.
- Þegar grænmeti er orðið lúið á alls ekki að henda því. Notið það í grænmetissúpu eða grænmetisrétti. Til að mynda er upplagt að saxa niður krumpaðar paprikur og frysta til að eiga í sósur, grænmetisrétti eða kjötrétti. Á það við flest allt grænmeti.
- Ávextir sem eru að renna sitt skeið, eins og bananar eru sælkera bitar í ísgerð og booztgerð. Bananar sem eru orðnir brúnir er upplagt að sneiða niður í bita og setja í frysti. Síðan er hægt að nýta þá í ísgerð eða booztgerð. Sama má segja um ananas, mangó og öll ber.
- Samlokubrauð og brauð í sneiðum er almennt er tilvalið að geyma í frysti ef það er aðallega notað til að rista í brauðrist.
- Gamalt en ómyglað brauð má þurrka í bakarofni, setja síðan í matvinnsluvél eða hakkavél og búa til brauðmylsnu úr. Þessu brauðmyslna er sú allra besta.
- Eggjaskurn má nýta sen kalk fyrir gróðurinn. Skolið eggjaskurn og látið á disk eða bakka og þurrkið, myljið síðan eggjaskurnin og setjið út í beð í garðinum. Þarna er komið gott kalk fyrir gróðurinn.
- Afgang af borðvíni, eins og rauðvíni og hvítvíni má gjarnan frysta og nota í matseld.