Það er mjög mikilvægt að vanda til verka þegar á að sýna eign og/eða vera með opið hús. Þú getur bæði gert eignina söluvænlegri og hækkað hana í verði með því að undirbúa eignina þína vel fyrir sýningu og opið hús. Fyrsta upplifun væntanlegs kaupanda er lykilatriði. Smáatriðin skipta máli og tiltekt er nauðsynleg.
Tiltekt í öllum rýmum
• Losaðu þig við allt óþarfa dót sem er á víð og dreif um eignina. Fækkaðu myndum og öðrum smáhlutum og gefðu eigininni gott rými. Settu það út í geymslu eða gefðu það til vina eða fjölskyldumeðlima.
• Fasteignakaupandinn þarf að geta gert sér grein fyrir hvernig eignin liti út ef hann ætti sjálfur heima þarna.
• Að mála eina umferð í helstu rýmum getur verið góð hreingerning. Einnig er vert að mála í ljósum litum, því þeir stækka rýmið.
• Mikilvægt er að eignin sé persónuleg, má ekki vera of köld og ekki samt láta eignina líta út eins og hótel.
• Sýna plássið sem er í boði. Þú skalt skoða það að skipta út stórum húsgögnum sem taka mikið pláss og setja inn minni húsgögn á meðan söluferli stendur.
• Það mun einnig hjálpa fasteignakaupandanum til að gera sér í hugarlund hvernig hann mundi nýta þetta rými
• Innkoman skiptir máli, gerðu þitt besta til að fyrst upplifun kaupandans verði góð. Fyrsta rýmið sem komið er inní þarf að vera bjart og opið.
Laga og þrífa
• Lagaðu allt smávægilegt – göt í veggjum, brotnar hurðir og hurðahúna, brotnar flísar, ljót teppi og mottur. Margir kaupendur vilja helst flytja inn án þess að gera nokkrar breytingar og vilja ekki byrja á að þurfa að laga ýmislegt sem er ábótavant.
• Þrífðu allt hátt og lágt þar til allt glansar. Þrífðu öll gólf með réttum efnum og allar flísar einnig, taktu burt handklæði sem hanga á baðherbergjum og tuskur og föt og smáhluti alla í burtu. Þetta mun hjálpa kaupandanum að sjá sig í anda að búa þarna.
• Lagaðu til í garðinum, klipptu greinar, þrífðu útihúsgögn og sláðu blettinn. Þó þessir hlutir muni kannski ekki beint auka verðgildi eignarinnar mun það samt hjálpa fólki að sjá sjálft sig í snyrtilegum garðinum.
Hristu upp í eldhúsinu
• Eldhúsið er verðmætasta rýmið í húsinu. Það er með hæsta fermetra verðið og getur ráðið úrslitum um kaup eða sölu.
• Ef það þarf að skipta út eldavél þá skaltu taka það mjög vel til skoðunnar því það er ekki hver sem er sem vill kaupa eign með lélegri eldavél. Ný eldavél getur gert gæfumuninn og kostar minna en þú heldur og mun líklega skila sér í hærra verði á eigninni.
• Að laga til í eldhúsinu og jafnvel kaupa nýja hluti getur orðið kostnaðarsamasti hluturinn í heildarpakkanum en getur á móti skilað töluvert hærra verði til baka.
• Mundu svo eftir að hafa allt í eldhúsinu skínandi hreint og prýða eldhúsið með ferskum og ilmandi ávöxtum. Einnig getur verið lag að versla inn ýmislegt smádót með fallegum litum til að gera eldhúsið meira aðlaðandi og heimilislegt. Sumir fara jafnvel svo langt að baka bollakökur fyrir opið hús til að bæði geta boðið skoðendum upp á bollukökur og ekki síst til að fá lokkandi kökuilm í húsið.
Ljós og birta
• Veggspeglar og rétt lýsing láta herbergi og rými virka stærri og bjartari.
• Þrífðu alla glugga vel bæði að innan sem utan. Skiptu út ljótum rúðum ef þær eru til staðar, ef það er móða í rúðunum, sprunga eða annað er vert að taka til hendinni og skipta þeim út.
• Hafðu litla lampa í dimmum hornum ef einhver eru.
• Setja fallegan lampa með mjúkri birtu getur einnig gert baðherbergið miklu meira kósý. Hafðu heimilið aðlaðandi og notalegt.
• Vertu viss um að gluggar séu aðlaðandi bæði utan frá sem innan. Betra er að hafa engar gardínur frekar en ljótar og slitnar. Gardínur kosta ekki mikið og er ekki mikið mál að setja upp. En þær geta gjörbreytt svip heimilisins bæði að sjá utan frá og innan.
• Blóm og fallegar plöntur lífga mikið upp heimilið. Gott er að kaupa falleg, afskorin blóm sem fegra heimilið þegar á að sýna eignina.
Laðaðu fram rétta ilminn
• Slæm lykt er sennilega ein aðal ástæða þess að fasteignaleitandi kaupir ekki.
• Ekki bara fela lykt ef einhver er í eigninni, finndu ástæðuna og lagaðu hana. Þrífðu niðurföll, hafðu vel opna glugga ef þarf og loftaðu út úr eldhúsi og herbergjum og viðraðu eða farðu út með húsgögn sem eru kannski með gamalli lykt eða einhverju þess háttar.
• Mundu eftir bollaköku hugmyndinni, það er mjög heimilislegt og gestrisið að baka bollakökur þegar einhver kemur að skoða, í það minnsta að hella uppá könnuna getur gert mikið gagn og glatt þá sem koma að skoða.
Þegar eignin er sýnd
• Þú hefur væntanlega valið fasteignasala með reynslu og sem skynjar hve mikils virði er að sýna alla kosti eignarinnar væntanlegum kaupanda.
• Það er þeirra verk að koma öllu til skila sem þú hefur lagt á þig að komi fram og þess vegna er langt frá því sama hvað mann þú velur til verksins.
• Mjög gott er að geta sýnt fram á að eignin hafi verið ástandskoðuð.
Heimildir á veraldarvefnum