Góð ráð þegar kemur að hönnun eldhúsa eru mikilvæg enda eru eldhúsin orðin helsti staður fjölskyldunnar – þar sem hjarta heimilisins slær

Margt ber að hafa í huga þegar eldhús er innréttað, hvort sem það er verið er að gera upp gamalt eldhús eða innrétta í fyrsta skipti í nýju húsnæði. Við viljum nýta rýmið sem best og um leið hafa það fallegt fyrir augað og gera það að okkar. Sjöfn Þórðar heimsækir Berglindi Berndsen innanhússarkitekt á vinnustofuna og fær góð ráð fyrir hönnun á eldhúsi. 

Berglind leggur áherslu á að vanda til verka og mikilvægt sé að velja sterkt efni í borðplötur og eyjur. „Þegar velja á efnivið í eyju eða borðplötur eldhúsins á ekki að spara,“ segir Berglind. Berglind leggur mikið upp úr heildarmyndinni og segir þegar kemur að hönnun eldhúsa er vert að láta notagildið og fagurfræðina spila saman.  Einfaldleikinn og tímaleysi er hinn fullkomni grunnur að efnisvali að mati Berglindar.

\"\"

Mynd úr safni Berglindar Berndsen