Sumarið er afar rómantísk árstíð og margir kjósa að gifta sig á sumrin þó svo að brúðkaup fari fram allan ársins hring. Hvert par fyrir sig velur sína árstíð og dag og algengt er að dagsetningin sé táknræn á einhvern hátt fyrir parið. Margt ber að hafa í huga þegar brúðkaup er undirbúið og þá skiptir skipulagningin höfuðmáli. Mikilvægt er að hefja undirbúning og skipulagningu tímanlega, jafnvel með árs fyrirvara, því meiri tími sem lagður er í undirbúninginn því líklegra er að stóri dagurinn verði eftirminnilegri fyrir alla aðila. Brúðkaup er ein af stóru stundunum í lífi para og hefur að geyma dýrmætar minningar.
Hér eru nokkur góð ráð sem vert er að hafa í huga þegar veisluhöld eru skipulögð og eru hugsuð sem hugmyndir í sarpinn fyrir verðandi brúðhjón.
Dagurinn stóri valinn, oftar en ekki hefur dagsetningin ákveðna merkingu fyrir parið en stundum er það bara handahófskennt eða einfaldlega flott dagsetning.
Kynning á viðburðinum framundan, skapar eftirvæntingu og spennu.
- Í kaffisamlæti, fjölskylduboði eða við annað skemmtilegt tækifæri.
- Á lokaðari fésbókarsíðu þar sem vinir og vandamenn eru upplýstir smá saman hvernig dagurinn stóri muni verða. Hægt að nýta lokuðu fésbókina fram að stóra deginum sem og á stóra deginum og einnig sem stað þar sem gestir geta sett inn myndir frá veislunni eftir viðburð.
- Einnig hægt að nýta til að koma á framfæri tillögum að klæðnaði eða þema veislunnar.
- Með þessum hætti er hægt að auka stemninguna fyrir veisluhöldin.
Gestalistinn
- Mikilvægt að skrifa niður hverjum á að bjóða, oft þarf að finna milli veg og oftar enn ekki langar öllum að bjóða fleirum en raunhæft er. Finna viðmið sem báðir aðilar eru sáttir við.
Velja bílstjóra, samgöngustjóra fyrir daginn stóra. Hægt er að ferðast á milli staða með ýmsum hætti og það er um að gera að nota hugmyndaflugið og velja það sem við á að hverju sinni. Sem dæmi um faratæki má nefna
- Bíll
- Hestkerra
- Mótórhjól
- Fjórhjól
- Hestar
- Faratæki sem við á að hverju sinni
Staðsetning fyrir veisluna - velja staðsetningu í samræmi við þema veislunnar, form veitinga og fjölda gesta. Margir staðir koma til greina og til að koma með hugmyndir má nefna eftirfarandi staði
- Veislusalur
- Veitingastaður
- Heimahús
- Hlaða
- Bóndabær
- Félagsheimili
- Vöruskemma
- Allt kemur til greina
Þema brúðkaupsins skiptir máli og brýnt að velja tímanlega. Stundum þarf að panta skraut erlendis frá og þá er gott að hafa nógan tíma. Blóm þarf líka að panta tímanlega. Einnig er gaman að föndra skrautið og þá þarf einnig að gefa sér tíma í föndrið.
- Velja litaþema, fyrir borðskraut, blóm, servíttur, fylgihluti og annað sem gefur veislunni lit. Margir gera merkimiða og raða gestum til borðs og þá er gott að hafa það í huga.
- Þema í klæðnaði– Gastby, Sixties, Diskó, klassísk eða hvaðeina sem sem fólki dettur í hug.
- Þema brúðkaupsins eru gjarnan einkennandi fyrir persónu þeirra sem eru að gifta sig á einhvern hátt, fyrstu kynnum, uppáhalds litir, tónlist, blóm, tengjast áhugamálum eða hvaðeina sem tengir brúðhjónin saman.
Form veislunnar, það er hægt að hafa form veislunnar með ýmsu hætti og margar leiðir færar.
- Garðveisla
- Hefðbundin veisla
- Standandi boð
- Sitjandi boð
- Háborð
- Svið
- Dans – Diskótek
- Sveitabrúðkaup
Veitingar
- Velja veitingar í samræmi við þema brúðkaupsins
- Pinnamatur
- Smáréttaveisla
- Grillbar
- Götuvagnaveisla (Streetfood)
- Hádegisverður – dögurður
- Kaffihlaðborð
- Kvöldverður
- Brúðarterta
- Hægt er að panta veitingarnar gegnum veisluþjónstur, veitingastaði eða panta kokk til að sjá um veitingar.
- Heimatilbúnar veitingar og þá skiptir undirbúningurinn höfðuðmáli og einhver hafi yfirumsjón með þeim
- Mikilvægt að velja drykkjarföng í samræmi við veitingarnar.
- Ávallt hátíðlegt að skála í kampavíni eða freyðivíni á stundum sem þessum.
- Brúðarterta er ómissandi í hvert brúðkaup hvernig sem form á veitingum er.
Boðskort
- Hanna boðskort.
- Hægt að gera með margvíslegum hætti, heimagerð kort, fá hönnuð til aðstoðar, auglýsingastofu, hvaðeina sem fólki dettur í hug.
- Fram í boðskorti þarf að koma tilefni, dagsetning, tími, staður og biðja fólk um að svara hvort það komi, annaðhvort gegnum tölvupóst eða með símtali. Gott að hafa bæði netföngin til staðar ásamt símanúmerum.
- Sumir láta fylgja með óskalista, gjafalista brúðhjónanna.
- Ef ákveðið þema verður í veislunni, kynna þá í boðskorti.
- Senda boðskortin út með um það bil mánaðarfyrirvara.
Ljósmyndari
- Faglærðan ljósmyndara til að fanga rétta augnablikið að hverju sinni, í athöfninni, veislunni og af brúðhjónunum.
- Undirbúa ljósmyndarann og skipuleggja myndatökuna.
- Instagram myndir, einnig er hægt að fá gesti til að taka þátt í myndatökum og hvetja þá til að setja svokallað myllumerki # og vera með tilbúið hashtagg fyrir veisluna, til dæmis nöfn brúðhjónanna. Þannig geta brúðhjónin safnað saman myndunum frá veislugestum og fylgst með.
- Vera með stafrænan myndakassa.
Umsjón með skreytingum
- Brýnt að einn aðili hafi umsjón með skreytingum fyrir stað athafnarinnar og veislunnar.
Umsjón með veitingum og drykkjum
- Brýnt að einn aðili hafi umsjón með veitingum og drykkjum í samræmi við hvaða leið verður valin hvað varðar veitingar.
Veislustjóri/ar
- Í brúðkaupum er veislustjóri eða veislustjórar mikilvægur.
- Setur upp dagskrá.
- Óskar eftir upplýsingum fyrirfram frá gestum um þátttöku og/eða ræðuhöld.
- Stýrir móttöku þegar brúðhjón stíga inn, eftir athöfn í veisluumgjörðina.
- Kynnir/kynnar.
- Heldur utan um tímamörk.
- Passar upp á lengd atriða, til dæmis tónlistaratriða.
Samkvæmisleikir
- Skemmtilegt að brjóta veislu upp með skemmtilegum samkvæmisleikjum.
Myndasýning
- Hægt að láta myndir rúlla af brúðhjónunum í veislunni og þá þarf að vera til staðar skjávarpi, tjald /skjár og tölva.
- Undirbúa þarf myndasýningu með góðum fyrirvara og gefa sér tíma til að raða myndum inn.
Stígið í dans – fram eftir nóttu
- Söngvari
- Plötusnúður
- Hljómsveit
- Lýsing
- Hljóðkerfi
Gestabók – getur verið í ýmsum formum
- Hefðbundin gestabók til að rita í .
- Strigi til að rita á sem síðan verður innrammaður hjá brúðhjónum.
- Gestir taka mynd af sér með polaroid myndavél við myndavegg sem settur er upp og líma inn í gestabók og rita hamingjuóskir í
- Ljósmyndari tekur myndir af gestum, hverjum fyrir sig við myndavegg.
- Hægt er að leigja svokallaðan stafrænan ljósmyndakassa sem er mjög vinsælt í veislum þessa dagana.
Þakkarkort/þakkarkveðja
- Vert að muna eftir að þakka fyrir sig og það er hægt að gera með því að senda þakkakort, senda tölvupóst eða taka símtalið.
Engar tvær veislur eru eins og það er það skemmtilega við veislur. Hver og einn setur sinn persónulega stíl á sína veislu og um það snýst stóri dagurinn.