Bóndadagurinn er framundan föstudaginn 22.janúar næstkomandi. Fyrsti dagur Þorra er nefndur bóndadagur en sá síðasti þorraþræll. Vert er að segja frá því að um fyrsta dag Þorra segir í bréfi Jóns Halldórssonar í Hítardal (f.1665) til Árna Magnússonar frá árinu 1728 að sú hefð sé meðal almennings að húsmóðirin færi út kvöldið áður og bjóði þorrann velkominn, og inn í bæ, eins og um tignann gest væri að ræða. Sú hefð hefur skapast í áranna rás konur gleðju bónda sinn á þessum degi með einhverjum hætti. Blóm og þorramatur eru meðal þess sem konur hafa fært bónda sínum í tilefni dagsins en hver og ein getur glatt bónda sinn með sínu nefi. Gaman væri að gleðja bóndann með upplifun eða bóndadagsgjöf sem hittir í mark. Bóndadagsgjafir og upplifanir þurfa ekki að vera dýrar og stundum er líka ljúft að breyta til og gera eitthvað saman og búa til ljúfa minningar sem ylja. Hér eru nokkrar frumlegar og skemmtilegar hugmyndir að bóndadagsgjöfum, upplifunum og dekri fyrir bóndann.
Ylvolgt nýbakað brauð og bakkelsi í rúmið
Hvern langar ekki að fá morgunverðarbakka í rúmið að morgni bóndadags? Það hlýtur að vera draumur bóndans að láta dekra við sig í upphafi dags og fá ljúffengan morgunverðarbakka upp í rúm þar sem ilmurinn í ómótstæðilegur af nýbökuðu brauði og meðlæti. Allt það sem honum þykir best hvort sem það er heimabakað eða úr uppáhalds bakaríinu.
Endurnærandi ferð í sundlaugina
Um land allt eru sundlaugar sem eru eitt af gersemum landsins. Upplagt að undirbúa ferð í sundlaugina í hverfinu eða heimsækja nýja laug. Njóta þess að synda saman, fara síðan í heita pottinn á eftir. Í lokin er upplagt að fara á kaffihús í hverfinu og fá sér heitt súkkulaði og með því eða ísbúðina og fá sér sinn uppáhalds ís. Samveran gleður og gefur.
Bjóddu honum í flug
Margir sakna þess að fara í ekki flug og skoða heiminn. FlyOver Iceland er upplifun sem virkjar öll skilningarvitin og veitir raunverulega flugupplifun. Nú er boðið uppá æsispennandi ferðalag um Kanada, þar sem boðið er uppá öll veðurafbrigði og ógleymanlega sýn. Bjóddu honum í sýndarflug. Hægt er að nálgast nánari upplýsingar á heimasíðu FlyOver Iceland FlyOver Iceland
Gefðu honum pottaplöntu
Í Blómagallerí við Hagamel í Vesturbænum er að finna ýmsar frumlegar og fallegar pottaplöntur sem gleðja og gefa heimilum súrefni og hlýju. Nöfn plantanna hafa stundum skírskotun til ákveðna heimila og ástarinnar og gaman er að gefa þeim nafn enda skipa plönturnar sinn sess á heimilum hvers og eins. Í tilefni dagsins er upplagt að gefa bóndanum fallega pottaplöntu með sál sem minnir ávallt á ástina með nærveru sinni.
Óvissuferð í kaffihúsamenninguna
Eitt af því dásamlega við höfuðborgina okkar Reykjavík og í raun við landið okkar allt, er kaffihúsamenningin, það er ógrynni af litlum einstökum og sérstökum kaffihúsum. Mörg hver eiga sín leyndarmál, sína sérstöðu sem fanga hjarta mannsins. Má þar nefna bókakaffihús, kattarkaffihús, laktósafrítt kaffihús, blómakaffihús svo fátt sé nefnt. Út á Granda má meðal annars finna eitt elsta kaffihús landsins, Kaffivagninn margrómaða og blómakaffihúsið Luna Flórens og svo er það Grái kötturinn á Hverfisgötu og lífræna kaffihúsið Systrasamlagið á Óðinsgötu, öll með sín leyndarmál. Bjóddu þínum í gönguferð eða hjólaferð um miðborgina eða hverfið þitt og finnið leyndardóma kaffihúsanna. Að sitja með heitan drykk að þínum smekk og bóndans er ást.
Þorraveisla fyrir bóndann
Sumir elska þorramatinn og vita fátt betra en að fá að njóta súrmatarins, hákarlsins og hrútspungana. Hægt er að panta þorrabakka og þorratrog heim frá mörgum stöðum í dag og úrvalið hefur aldrei verið meira. Meðal þeirra sem eru að bjóða þorrabakka með öllu tilheyrandi er Fjárhúsið í Granda Mathöll. Fjárhúsið er þekkt fyrir sitt hágæða íslenska hráefni og leggja metnað sinn upp úr því að bjóða aðeins það besta og með þorrabakkanum heimagert rúgbrauð með sem enginn stenst. Allt fyrir þorrabóndann á þorrabakkanum hjá Fjárhúsinu.
Rómantískur kvöldverður við kertaljós heima
Dásamlegt er að eiga rómantíska stund heima við kertaljós og elda sælkera máltíð fyrir bóndann. Nautalund og meðlæti er oftar en ekki ofarlega á óskalista margra. Hægt er að fá sælkera hráefni víðs vegar um bæinn, til að mynda má fá dýrindis nautalund í Bónus og allt meðlætið á hagkvæmu verði, bæði forréttinn og í eftirrétt. Ljúft er að bjóða uppá sjávarfang í forrétt, humar eða risarækjur, steik í aðalrétt og syndsamlega ljúffenga súkkulaðiköku í eftirrétt sem bráðnar í munni. Kvöldverðinn má elda frá grunni og töfra fram ógleymanlega kvöldstund. Ef tíminn er knappur þá eru þó nokkrar sérhæfðar sælkera kjötbúðir víða um borg og bú sem bjóða uppá tilbúna sælkerarétti og meðlæti á tilboði sem auðvelt er að framreiða á augabragði.
Gefðu honum skartgrip
Fágaður og fallegur skartgripur með hjartnæmum skilaboðum er einstaklega falleg gjöf fyrir bóndann sem gleður. SIGN skartgripaverslunin í Hafnarfirði við Fornubúðir sérhæfir sig í grófu og fáguðu skarti fyrir bóndann sem hrífur og segir meira enn nokkur orð. Þar er hægt að fá fallegt möntru hálsmenn, armbönd, hringi svo fátt sé nefnt. Skartið er sveipað dulúð og fegurð sem hefur skýra skírskotun fyrir íslenska þjóð. Tjáðu ást þína með skarti handa honum.
Slökun og vellíðan í náttúrulaug
Slökunarferð í náttúrulaug er kærkomin bóndadagsgjöf og tilbreyting frá hversdagsleikanum. Við erum rík af náttúrulaugum víða kringum höfuðborgina og í raun um land allt. Náttúrulaugarnar Krauma við Deildartunguhver í Reykholti bjóða til að mynda uppá einstaka upplifun og dekur þar sem íslenska náttúran býður uppá sitt bezta. Þar er hægt að fara í eðal hjónadekurferð með slökun og vellíðan í forgrunni. Í boði er aðgangur að sex laugum með mismunandi lögum og hitastigi, aðgangi að himnesku hvíldarherbergi og gufuböðum. Dekur er málið fyrir bóndann á þessum degi. Hægt er að skoða nánari á heimasíðu Krauma Krauma
Fullkomin bjórglös handa bóndanum
Á þorranum er bjórinn vinsælasti drykkurinn og bóndinn verður glaðari því betri sem bjórinn er. Þá er tilefni til að gefa bóndanum hágæða kristalsbjórglös frá þýska fyrirtækinu Zwiesel, en þessi glös eru sérhönnuð fyrir bjór og eru með sérstöku elimenti í fætinum sem gerir það að verkum að það helst líf í bjórnum mun lengur. Þessi bjórglös eru snilldargjöf fyrir bóndann og upplagt að kaupa eina kippu að eðal þorrabjór með. Glösin fást í Bako Ísberg og fást tvö saman í pakka á flottu verði aðeins 1.990,-.
Polo fyrir hann
Í tilefni dagsins er tilvalið að gefa bóndanum vandaða og fallega flík, þar sem gæðin eru í fyrirrúmi. Herrragarðurinn í Kringlunni er með glæsilegan herrafatnað frá helstu tískuhúsum heims og má þar meðal annars nefna tískuvörumerkið Polo Ralph Lauren sem þekkt er fyrir fágaðan, stílhreinan og vandaðan stíl. Í Herragarðinum er að finna fallegar hettupeysur í klassísku sniði með lógói Polo og sparilegar peysur frá Polo úr kasmírull í uppáhalds lit bóndans. Hægt er gleðjan hann með gjöf sem yljar.
Á þessum degi er margt hægt að gera fyrir bóndann en það sem gerir gæfumunninn er að láta honum líða eins og kóngi í einn dag og dekra við hann frá morgni til kvölds. Eftir þorrann kemur svo góan og þá kemur konudagurinn. Gleðilegan bóndadag.