Glæsileg og ný raðhús í fjölskylduvænu hverfi í reykjanesbæ

Í Reykjanesbæ hefur byggðin verið að þéttast og mikil fólksfjölgun átt sér stað.  Margar nýjar glæsilegar fasteignir hafa risið og prýða bæjarstæðið sem er orðið eftirsóknarverður staður að búa á. Sjöfn heimsækir þá Jóhannes Ellertsson framkvæmdastjóra og Júlíus Steinþórsson löggiltan fasteignasala hjá Eignasala.is í Leirdalinn, þar sem í boðið eru ný og glæsileg raðhús á besta stað í nýju og fjölskylduvænu hverfi. Við fáum að líta inn og skoða þessar glænýju fasteignir og umhverfi þeirra.

Þátturinn Fasteignir og heimili er á dagskrá öll mánudagskvöld kl. 20:30 og kl. 22.30 á Hringbraut - og jafnan ferskur, fjölbreyttur og með persónulegum blæ.