Náttúruperlan Vestmannaeyjar hefur uppá fjölmargt að bjóða hvort sem um er að ræða afþreyingu, matarupplifanir eða fallega staði sem fanga augað. Hjónin Kristján Gunnar Ríkharðsson og Margréti Skúladóttur Sigurz kynntust Vestmannaeyjum vel þegar þau fylgdu börnunum sínum eftir í keppnisferðum gegnum íþróttaiðkun ár eftir ár og heilluðust svo mikið að úr varð að Kristján keypti þar hús á einum fallegasta útsýnisstað eyjunnar. Sjöfn Þórðar hittir hjónin Kristján og Margréti í Vestmannaeyjum og fær að heyra söguna af því hvernig kaupin komu til og verkefnin sem þau réðust í framhaldi af kaupunum. En verkefnin hafa svo sannarlega orðið mörg.
Sjöfn Þórðar heimsækir hjónin Kristján Gunnar Ríkharðsson og Margréti Skúladóttur Sigurz í eitt af hinum glæsilegum híbýlum sem þau erum með til útleigu að Búhamri að vegum Westman Islands Luxury Villas sem þau eiga og reka.
Eftir að hafa fengið hugljómun og langað til að taka þátt í uppbyggingunni í Vestmannaeyjum hafa hjónin stofnað fyrirtækið Westman Islands Luxury Villas, sem þau eiga og reka. „Okkur langaði að auka fjölbreytnina á gistimöguleikum hér úti í Eyjum sem nýtast allan ársins hring. Hér er svo margt hægt að gera sér til skemmtunnar og möguleikarnir fyrir afþreyingu eru óþrjótandi. Hér er líka fjölbreytt úrval veitingastaða sem bjóða uppá einstakar matarupplifanir,“segja þau hjónin Kristján og Margrét. Hjónin ásamt fjölskyldumeðlimum hafa staðið í ströngu á árinu og hafa loks lokið við að byggja upp glæsilega lúxus gistingu í Vestmannaeyjum og bjóða meðal annars uppá gistingu í einbýlishúsum sem eru staðsett við Búhamar á vesturhluta aðaleyjunnar, Heimaey. Þar er eitt fallegasta útsýni eyjunnar yfir smáeyjarnar og allur aðbúnaður í húsunum fyrsta flokks. Mikill metnaður var lagður í val á innanstokksmunum, til að mynda rúmum og sófum og hugsað var út frá notagildinu og fagurfræðinni. „Við viljum að fólki líði vel og það fari vel um það með á dvölinni stendur.“
Útsýnið er stórbrotið og aðbúnaðar eins og best verður á kosið. Þægindi og hlýleiki í fyrirrúmi.
Einnig eru þau með tvær 150 fermetra íbúðir sem þau gerðu upp á árinu með glæsilegri útkomu, sem bera heitið Básar og eru staðsettar í hjarta bæjarins við höfnina. „Okkur langaði að bjóða uppá gistingu þar sem fjölskyldur og hópar geta komið saman og notið eyjunnar á besta mögulega staðnum í elegant híbýlum.“ Öll híbýlin eru hönnuð með hlýleika í huga, stílhrein þar sem dökkir litir og rustik eru í forgrunni. Einstakleg fallegir dökkir litatónar eru í öllum innréttingum sem tóna vel við veggi og húsbúnað þar sem hugsað er fyrir heildarmyndinni ásamt lýsingu. Fleira er í bígerð hjá þeim hjónum og luma þau á fleiri nýjungum í gistingu út í Eyjum.
Við höfnina eru þau með tvær glæsilegar íbúðir þar sem hlýleikinn er forgrunni og stórfenglegt útsýni.
Meira um heimsóknina til Kristjáns og Margrétar út í Eyjum í þættinum Matur og Heimili í kvöld á Hringbraut klukkan 19.00 og aftur klukkan 21.00. Sjón er sögu ríkari.