Gísli Páll á von á því að ný smit greinist hér á landi í lok júní

„Mér finnst ein­hvern veginn eins og fyrri hálf­leik sé lokið í bar­áttunni við CO­VID-19-veiruna,“ segir Gísli Páll Páls­son, for­stjóri Grundar-heimilanna og íbúi í Hvera­gerði, í að­sendri grein sem birtist í Morgun­blaðinu um helgina.

Gísli Páll segir að hingað til hafi Ís­lendingum tekist vel til í bar­áttunni við veiruna. Hann bendir þó að Hver­gerðingar hafi orðið fyrir miklu á­falli vegna frá­falls góðra hjóna í bænum og þá hafi margir orðið mikið veikir.

„En að teknu til­liti til þess hversu fáir létu lífið á Ís­landi miðað við víða annars staðar út í heimi, þá getum við mjög vel við unað. Landið virðist vera nær smit­laust og dag­legt líf að komast í samt lag. Heim­sóknar­banni hefur nú al­gjör­lega verið af­létt af hjúkrunar­heimilunum og þá komast allir í cross­fit sem það kjósa. Þetta hefur tekist með feikna-sam­stilltu á­taki allra sem að þessum málum koma.“

Gísli Páll segir að fullt til­efni sé til að þakka öllum þeim sem hafa komið að framan­greindum málum fyrir þeirra góða fram­lag. Sam­vinna og sam­kennd séu þau orð sem koma fyrst upp í hugann, kannski á eftir hand­þvotti. Hann telur þó að síðari hálf­leikur sé handan við hornið.

„Seinni hálf­leikur hefst lík­lega þegar ný smit greinast við komu er­lendra ferða­manna til landsins, væntan­lega í lok júní. Þá ríður á að við séum aftur til­búin í leikinn, sem er reyndar ekki leikur, heldur dauðans al­vara. Njótum hálf­leiksins en verum til­búin með vel reimaða takka­skó og hreinar hendur þegar sá seinni hefst.“