Fjórir nýir grænmetisréttir í neytendaumbúðum hafa litið dagsins ljós hjá Bónus. Réttirnir eru vegan og það má með sanni segja að grænkerar landsins hafi beðið í ofvæni eftir tilbúnum vegan réttum á góðu verði miðað við viðtökurnar sem hafa verið mjög góðar.
Baldur Ólafsson, markaðsstjóri Bónus segir að ákvörðunin um að hefja framleiðslu og sölu á réttum sem þessum sé í takt við óskir viðskiptavina Bónus og óneitanlega sé hægt að sjá breytingar í neysluvenjum Íslendinga sem sæki í mun meiri mæli í grænna mataræði.
Hvernig hefur salan á réttunum gengið? „Salan hefur gengið mjög vel og fólk er að byrja uppgvöta þessa rétti bæði grænkerar og sælkerar. Þessir réttir eru afar bragðgóðir en þeir spara einnig tíma og fyrirhöfn þar sem aðeins þarf að hita og njóta,“segir Baldur.
Segðu okkur aðeins frá hugmyndafræðinni með framleiðslunni og sölunni hjá Bónus.
„Við erum að reyna létta fólki lífið, við vitum að það gefst ekki eins mikill tími í eldhúsinu eins og áður og er þetta liður í því. Umhverfið spilar líka inn í og við reynum eftir bestu getu að huga að pakkningunum. Vegan réttirnir fjórir ásamt nýju ostaídýfunni eru í umbúðum sem gerðar eru úr endurunnu plasti og sem er áfram endurvinnanlegt eftir notkun.“
- Með Bónus Chili sin carne er frábært að borða vegan sýrðan rjóma (t.d.oatly), tortilla flögur/Nachos og jafnvel soðin grjón.
- Með Indversku Dahl er snilld að borða Naan brauðið sem fæst í Bónus sem passar í ristina. Það tekur sama tíma að rista brauðið og hita réttinn. Einnig frábært að strá söxuðu fersku koriander yfir Naan brauðið eftir hitun.
- Með Indverska grænmetisréttinum er tilvalið að hafa soðin grjón með.
- Með Mexíkóska grænmetisréttinum er frábært að hafa soðin grjón með.
Eigum við von á fleiri nýjungum á næstunni? „Já, við erum í stöðugri vöruþróun og ég get uppljóstrað því að við erum á lokametrunum með nýja Bónus súpu sem er einmitt vegan.“
Grænmetisréttirnir fjórir sem í boðið hjá Bónus eru: Austurlenskur, Indverskt Dahl, Mexíkóskur og Chili sin carne eru fáanlegir í öllum verslunum Bónus um land allt.