Gerði sumarbústaðinn að sínum - sveipaðan sveitarómantík

Það er vor í lofti og páskarnir nálgast óðfluga. Í þættinum Matur og Heimili mun Sjöfn Þórðardóttir heimsækja Þórunni Högna stílista og fagurkera með meiru í sumarbústaðinn hennar í Grímsnesi sem hún hefur verið að breyta og bæta og er búin að setja í páskabúninginn. Hún og eiginmaður hennar fjárfestu í sumarbústaðnum fyrir tæplega tveimur árum síðan og fundum honum stað í náttúruparadísin Grímsnesi.

Sumarbústaðurinn hennar Þórunnar.jpg

Þórunn er þekkt fyrir að vera útsjónarsöm þegar kemur að því að nýta gamla hluti og gera þá að nýjum. „Mér finnst algjör óþarfi að kaupa allt nýtt þegar hægt er að nýta hlutina sem fyrir eru og gera þá að nýjum. Við ákváðum til að mynda að halda eldhúsinnréttingunni fyrir var en lakka hana og skipta um höldur,“ segir Þórunn og bætir því við að í staðinn hafi þau geta leyft sér að kaupa ný eldhústæki og tól sem þeim langaði í.

Eldhúsið.jpg

Þórunn valdi drauma eldhústækin og tól í sumarbústaðinn sem voru hefst á óskalistanum.

Þórunn er annálaður fagurkeri og elskar að skreyta fyrir hverja árstíð. Þar sem fjölskyldan ætlar að eyða páskunum í bústaðnum er hún búin að setja upp páskana í allri sinni dýrð. Litapalletturnar hennar í páskaskrautinu eru einstaklega fallegar og tóna vel við híbýlin. „Við elskum að vera hér og það er svo gaman að skreyta hérna og njóta þess að gleðja augað.“

Páskar

Páskakakan gleður bæði auga og munn, skreytt þessari fallegu kanínu úr við.

Framundan lifandi og skemmtilegt innlit í sumarbústaðinn hennar Þórunnar sem er hinn hlýlegasti, sveipaður sveitarómantík í þættinum Matur og Heimili á Hringbraut í kvöld klukkan 19.00 og aftur klukkan 21.00.

Hægt er að sjá brot úr þætti kvöldsins hér: