Fyrsta Götubitahátíðin á Íslandi (Street Food Festival) verður haldin á Miðbakkanum í Reykjavík, 20-21 júlí næstkomandi og frítt verður inn á hátíðina. Hátíðin mun saman standa af mismunandi söluaðilum þar sem götubiti verður seldur í gámum, matvögnum og tjöldum. Spennandi verður að fylgjast með fjölbreytninni og ilmurinn á eflaust eftir að lokka marga að því matur er manns gaman. Einnig verða básar fyrir pop up verlsanir, bar, kaffi sölu og matarmarkað ásamt öðrum nýjungum. Boðið verður uppá lifandi tónlist og önnur frábær skemmtiatriði.
Samhliða hátíðinni þá verður haldin fyrsta keppnin í „Iceland Street Food Awards“ þar sem fjölmargir íslenskir aðilar muna keppa upp titilinn besti „Götubitinn 2019“. Sigurvegarinn mun svo í framhaldi keppa fyrir Íslands hönd í alþjóðlegri keppni – „European Street Food Awards“ sem haldin verður í Malmö í Svíþjóð í lok september og kynna þar í fyrsta skiptið íslenskan götubita. Heimsþekktir dómarar innan matvælageirans dæma í keppninni þar ytra og mikill áhugi hjá erlendum blaðamönnum á viðburðinum.