Það er ekki sjálfgefið að rithöfundur sem er að gefa út sína fyrstu bók komist á metsölulista Eymundsson, og því síður ef rithöfundurinn er aðeins 19 ára gamall. Það er það sem blasti við hinni ungu og efnilegu Elenoru Rós Georgesdóttur sem sendi frá bókina BAKAÐ með Elenoru Rós á dögunum.
Elenora Rós var í himninlifandi með fréttirnar og sagðist vart hafa trúað sínum eigin augum. „Ég var sem sagt ein í vinnunni að baka morgunmat fyrir hótelið þegar ég renni í gegnum metsölulistann hjá Eymundsson mjög sakleysislega. Ég sé síðan að bókin mín var þarna en var mjög lengi að fatta það og þegar ég loksins fatta það fæ ég svona „ÓMÆGAT“ móment. Ég fæ strax smá hroll og tár í augun og sendi strax á alla vini mína á meðan ég er í algjöru sjokki, vægt til orða tekið.“
En Elenora starfar sem bakaranemi í Bláa lóninu en þar á undan var hún hjá Brauð & co. Hún segist vera heppin að fá að læra af þeim bestu og ekki síst heppin að fá að starfa við það sem hún hefur ástríðu fyrir, bakstri.
Myndir frá Elenoru Rós Georgesdóttur.