Fyrrverandi ráðherra hafnað við dularfulla ráðningu hjá íslandsstofu

Viðskiptablaðið hefur greint frá því að meðal umsækjenda um starf framkvæmdastjóra Íslandsstofu hafi verið fyrrverandi ráðherra og fyrrverandi stjórforstjóri en þeim hafi verið hafnað ásamt fjölda annarra áhugaverðra umsækjenda fyrir Pétur Óskarsson sem hreppti starfið.

 

Íslandsstofa tók við hlutverki Útflutningsráðs Íslands fyrir nokkrum árum. Samstarf er um rekstur Íslandsstofu milli atvinnulífsins og ríkisvaldsins en SA velur 4 stjórnarmenn en ríkisstjórnin 3. Mikilvægi Íslandsstofu hefur farið minnkandi á undanförnum árum vegna þess að stærri fyrirtæki í útflutningi á vörum og þjósustu hafa tekið verkefni þess æ meira í eigin hendur með breyttri samskiptatækni í heiminum. Engu að síður gegnir Íslandsstofa enn nokkuð mikilvægu hlutverki. Jón Ásbergsson hefur verið framkvæmdastjóri um árabil á ákvað að láta nú af því starfi samhliða því að ný stjórn Íslandsstofu var skipuð undir formennsku Björgólfs Jóhannssonar, fyrrverandi forstjóra Icelandair Gropu.

 

Starf framkvæmdastjóra var auglýst. Meðal umsækjenda var Ragnheiður Elín Árnadóttir, fyrrverandi ráðherra iðnaðar-og ferðamála sem féll út af Alþingi árið 2016 og hætti þá í stjórnmálum. Einnig sótti Eggert Guðmundsson um starfið en hann er fyrrverandi forstjóri Granda og N1 og átti auk þess sæti í stjórn Íslandsstofu í nokkur ár. Fyrirfram hefði verið talið að valið hlyti að standa milli þeirra tveggja miðað við starfsferil þeirra. Allmargir aðrir sóttu um starfið, þar á meðal Katrín Olga Jóhannsdóttir, formaður Viðskiptaráðs og fyrrverandi stjórnarmaður í Icelandair en hún fell í stjórnarkosningum þar sl. vor. Talið er að  Almar Guðmundsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins, hafi einnig sótt um starfið svo og tugir annarra.

 

Öllum að óvörum var Pétur Óskarsson ráðinn framkvæmdastjóri Íslandsstofu. Hann hefur verið fjölmiðlafulltrúi hjá Icelandair Gropu og þar á undan í svipuðu starfi hjá Símanum. Bakrunnur hans er ágætur en samt ekkert í líkingu við það að hafa gegnt stöðu ráðherra ferðamála eða forstjórastöðum í tveimur af stærstu fyrirtækjum landsins eins og Ragnheiður Elín og Eggert státa af í ferilskrám sínum.

 

Ætla má að forysta atvinnulífsins þurfi að krefja stjórnarmenn sína skýringa á þessari dularfullu ráðningu. Stjórnina skipa, valdir af SA: Björgólfur Jóhannsson formaður, Hildur Árnadóttir, Ásthildur Ótharsdóttir og Jens Garðar Helgason.

 

Rtá.