Í upphafi nýrra viku er ávallt ljúffengt að vera með sjávarfang á matseðlinum og enn betra að hafa góðan skammt af salati með. Ferskt, hollt og ljúffengt. Hrefna Rósa Sætran matreiðslumeistari og veitingahúsaeigandi á heiðurinn af grunninum í þessum rétti en hún bauð uppá grillaðar risarækjur á spjóti með chili og hvítlauk í einni heimsókn Sjafnar Þórðar á pallinn til hennar í þætti Sjafnar á Hringbraut. Hér eru risarækjurnar steiktar á funheitri pönnu og bornar fram á uppáhalds salatinu sem völ er á að hverju sinni eftir smekk hvers og eins. Hér er um að ræða funheitt salat með risarækjum í Asian Fushion stíl þar sem bragðlaukarnir fá að njóta þar sem chili-ið spilar aðalhlutverkið með risarækjunum á móti súra bragðinu af lime ávextinum. Þeir sem elska risarækjur eiga eftir að elska þetta einfalda og bragðsterka salat sem gefur lífinu lit.
Salat með risarækjum í Asian Fushion stíl
Fyrir 3-4.
500 g risarækjur, óeldaðar, fást í Bónus
2-3 litlir hvítlaukar, fínt saxaðir (þessir í körfunum)
2-3 stykki rauður chilipipar, saxaðir
4 msk. ólífuolía
2 msk. maukað chili
1 poki klettasalat (að þá salatblöndu sem ykkur langar í)
sprettur eða spírur að eigin vali
2-3 stk. lime
Afþýðið rækjurnar og þerrið rækjurnar vel á pappír þegar þær hafa þiðnað. Setjið rækjurnar í skál með hvítlauk, chili, ólífuolíu og chili-mauki. Marinerið í um það bil 10-15 mínútur. Má marinera lengur. Steikið síðan svo á funnheitri pönnu í 3-4 mínútur á fyrri hliðinni og síðan skemmur á hinni hliðinni þegar þið snúið þeim við eða um það bil 1-2 mínútur. Einnig er hægt er að þræða rækjurnar upp á stál grillpinna eða tré grillpinna og steikja þannig, hvort sem það er gert á pönnu eða á grilli. Það fer eftir smekk hvers og eins.
Setjið klettasalat á djúpan disk eða í grunna skál, raðið síðan risarækjunum yfir klettasalatið þegar þær eru tilbúnar klettasaltið á fallegan hátt. Skerið eitt lime til helminga og kreistið yfir salatið og risarækjurnar. Skerið hin tvö lime-in í báta eða sneiðar og skreytið salatið með þeim. Það má skreyta af vild með því sem ykkur þykir passa vel með risarækjunum og tónir vel við bragðið af sjávarfangi chili og hvítlauk. Einnig er mjög gaman að skreyta og poppa salatið upp með ýmis konar sprettum og spírum eftir smekk hvers og eins. Við byrjum yfirleitt að borða með augunum og því er svo mikilvægt að bera salöt og allan mat á fallegan hátt sem bæði gleður auga og munn.
Verið ykkur að góðu.
*Allt hráefnið fæst í Bónus.