Fullt glas af grænni orku

Það þarf ekki að vera sérstaklega flókið að búa sér til græna bombu í glasi, altso ferskan heilsudrykk að morgni sem kemur manni svífandi út í dagin. Á vefnum heilsuhusid.is er að finna uppskrift sem óhætt er að mæla með en þar er um græna orku að ræða, eitthvað sem menn einfaldlega ánetjast, takk fyrir - og þá er taka til stöffið sem gott er að eiga í góðu magni:


1 bolli grænkál, 1 boll spínat, 1 bolli frosinn ananas eða mangó, 1 msk Bio zentrale sítrónusafi, 1-3 stönglar fersk minta, 1-2 tsk Organic burst maca. 
2 tsk hörfræ eða möluð hörfræ, 1 bolli vatn og Terranova Lifedrink prótein blanda


Svo er bara að setja allt í blandarann og hræra saman. Þessi er frábær til auka orku dagsins - og viti menn; gutlið er eiginlega of gott til að vera satt.