Í Matarbúri Kaju á Akranesi er að finna mörg leyndarmál þegar kemur að því að töfra fram sælkeramat lífrænum hágæða hráefnum sem gleðja líkama og sál. Matarbúr Kaju er allt í senn, heildsala, framleiðslustöð, verslun og lífrænt kaffihús sem hefur að geyma margar af þeim bestu kökum og lífrænum sælkeramat sem finnast hér á landi.
Karen Jónsdóttir eigandi Matarbúrs Kaju, sem er að öllu jöfnum kölluð Kaja, er kona bak við þetta allt saman og er frumkvöðull á sínu sviði. Hún er iðin við að þróa nýjungar og koma með viðbót við flóruna sem þegar er komin á markað. „Allar vörurnar mínar eru lífrænar, umhverfisvænar og gæðin í hámarki,“ segir Kajas og ástríðan hennar felst í því að halda áfram að þróa vörurnar sínar og bæta við. Sjöfn Þórðar heimsótti Kaju á dögunum fékk hana til að svipta hulunni af nýjustu afurðum Matarbúrs, Þara pasta-inu sem er stórkostleg nýjung á matvælamarkaðinum.
Kaja er sú eina hér á landi sem framleiðir ferskt pasta sem er kærkomið fyrir alla sælkera og pasta aðdáendur. Kaja eldaði gómsætan þara pasta rétti í þættinum Matur og Heimili á dögunum fyrir Sjöfn. „Þessa dagana er þetta minn uppáhalds pastaréttur,“ segir Kaja og er að vonum ánægð með útkomuna. Kaja töfraði Sjöfn upp úr skónum með þessum ómótstæðilega ljúffenga Þara pasta rétti. „Þetta er ótrúlega ljúffengur pastaréttur og sjávarkeimurinn er fullkominn, léttur og flauels-mjúkur,“ sagði Sjöfn eftir matarupplifunina hjá Kaju.
Hér er uppskriftin komin í loftið og nú getið þið lesendur kæru notið frábærar matarupplifunnar. Rétturinn er einfaldur og tekur örskamma stund að framreiða þennan ómótstæðilega og ljúffenga þara pasta rétt.
Þara pasta að hætti Kaju
Fyrir 4
- 200 g þara pasta soðið í saltvatni í 2 mínútur
- 3 hvítlauksrif, skorin smátt, þarf ekki að saxa
- 1 pakki af íslenskum piccolo tómötum
- 2 dl lífræn portúgölsk ólífuolía frá Vigean (fæst í Melabúðinni og Matarbúri Kaju)
- 1/2 lífræn sítróna
- 1 haus íslenskt spergilkál skorið smátt
- 20 g íslenskir lerkisveppir
- Gróf rifinn ostur að eigin vali eftir smekk (mælir með Feyki frá Goðdölum)
Byrjið á því að setja olífuolíuna sett á pönnu ásamt hvítlauk, lerkisveppum og sítrónusafa. Látið krauma þar til að laukur verður gljáður. Spergilkál ásamt tómötum sett á pönnuna og látið malla á meðan pastað síður. Vatnið sigtað frá og pastað sett á pönnuna og látið malla í 2 mínútur á pönnunni. Nauðsyn að bæta osti ofaná og Kaja mælir með Feyki frá Goðdölum og dass af svörtum pipar. Nú ef salt vantar þá er UMAMI saltið algjör snilld með þessum rétti.
Verið ykkur að góðu.
Hægt er að sjá innslagið hér: Matur og Heimili