Bóndadagurinn nálgast óðfluga en hann er á föstudaginn næstkomandi 25. janúar. Gaman væri að gleðja bóndann með flottri bóndadagsgjöf sem hittir í mark. Sjöfn Þórðardóttir hefur tekið saman nokkrar skemmtilegar hugmyndir að bóndadagsgjöfum.
Töff, hágæða og vandaðir hattar handa bóndanum
Herrafataverslun Kormáks og Skjaldar er með þessa glæsilegu hatta til sölu í verslun sinni og hver bóndi þyrfti að eiga einn slíkan.
Stetson: Stetson er heimsþekktur hattaframleiðandi og hefur starfað síðan 1865. Stetson hattarnir eiga rætur að rekja í Villta Vestrið og voru notaðir af gullgröfurum og öðrum ævintýramönnum. Einstaklega vandaðir hattar og lífstíðareign.
MJM: MJM hefur framleitt hatta í næstum þrjár aldir, eða frá árinu 1829. Þessir dönsku hattar hafa reynst vel í gegnum árin bæði í miðbæjargöngum og til útivistar.
Christy\s London: Christy\'s London framleiddi hinn upprunalega Indiana Jones hatt og hefur framleitt hágæða hatta síðan 1773. Þessir handgerðu ensku hattar hafa meðal annars prýtt höfuð Winston Churchill