Freyja verður jarðsungin í heimabæ sínum

Freyja Egilsdóttir Mogensen, sem lést í Danmörku 2. febrúar síðastliðinn verður jarðsungin frá Selfosskirkju næstkomandi föstudag.

Hún skilur eftir sig tvö börn, sem hafa verið í höndum fjölskyldumeðlima Freyju í Danmörku. Að­stand­endur stofnuðu söfnunar­reikning fyrir fjöl­skyldur og börn hennar og náðu að safna rúmum 2,3 milljónum króna, sem fjölskyldan fékk afhent í júní.

Freyja fannst myrt á heimili síðu á Austur-Jótlandi í Danmörku en fyrrverandi sambýlismaður hennar, Flemming Mogensen, játaði á sig morðið.

Sjá einnig: Vinur Freyju syrgir ein­staka vin­konu: „Hún var alltaf til staðar“

Vinir Freyju hafa lýst henni sem einstakri manneskju sem var dugleg að rækta vinskap við sína nánustu. Hún hafi verið gull í gegn, heilsteypt og góð sál og frábær mamma, nýútskrifuð úr sjúkraliðanámi þegar hún lést.

Bekkjar­fé­lagarnir í Østjylland-skólanum voru nánir og var Freyja hafi alltaf verið til staðar þegar á þurfti að halda og sett sína nánustu í fyrsta sætið. Hittust bekkjar­fé­lagarnir oft utan skóla og gerðu sér daga­mun.

Fleiri fréttir