Freyðandi trönuberja og engifer Bellini gleður um áramótin

Það er ávallt gaman að bjóða uppá og skála fyrir nýju ári með hátíðlegum freyðandi drykkjum. Í smiðju Önnu Bjarkar Eðvarðsdóttur sælkera- og matarbloggara með meiru sem heldur úti síðunni Anna Björk matarblogg, Anna Björk matarblogg má finna þennan hátíðardrykk sem gleður bæði auga og bragðlauka Trönuberja og engifer Bellini. Bellini er fallegur hátíðardrykkur sem er gaman að bjóða gestunum uppá, eða bara fyrir þig. Sykursoðnu trönuberin er pínu súrsæt sem er mjög gott, því síðan er blandað út í þau sæta engifersírópinu og svo toppað upp með ísköldu freyðivíni, unaðslega ljúffengt. Drykkurinn er bæði fallegur og hátíðlegur. Hægt er að undirbúa drykkinn daginn áður.

M&H Freyðivíns drykkur að hætti Önnu Bjarkar.jpg

Trönuberja og engifer Bellini

Fyrir 4-5

1 flaska af góðu freyðivíni

Engifersíróp

1 bolli vatn

1 bolli sykur

7-8 cm biti ferskur engifer, skorinn í stóra bita

Sykursoðin trönuber

1 bolli fersk trönuber

1 bolli vatn

1/4 bolli sykur

Engifersíróp

Öllu sem á að fara í engifersírópið er sett í lítinn pott og suðan látin koma upp, síðan látið malla í 1-2 mínútur. Potturinn er tekinn af hitanum og látið kólna alveg með engifernum í. Síðan eru engiferbirtarnir síaðir frá og sírópinu hellt í könnu og stungið í ísskápinn þar til á að nota sírópið.

Sykusoðin trönuber

Trönuberin, sykur og vatn, eru sett í pott, suðan látin koma upp og berin látin sjóða þar til trönuberin eru öll búin að „poppa“, um það bil 5 mínútur, kælt og geymt í ísskápnum þar til á að nota þau.

Sett saman 2-3 teskeiðar af sykursoðnum trönuberjum sett í kampavínglas, góð skvetta af engifersýrópi er hellt yfir og svo toppað varlega upp með köldu freyðivíni.

Gleðilegt nýtt ár.