Framúrskarandi hönnun á útsýnisíbúð við Arnarnesvoginn

Sólveig Andrea Jónsdóttir innanhússarkitekt tók að sér að endurhanna útsýnisíbúð á besta stað við Arnarnesvoginn í Garðabæ með stórglæsilegri útkomu. Sjöfn Þórðar heimsækir Sólveigu Andreu í útsýnisíbúðina og fær innsýn í hönnunina hennar sem hún gerði í samráði við húsráðendur. Hún segir að hönnun hennar endurspegli óskir húsráðenda og þeirra óskir ráði ávallt ferðinni og hennar hlutverk sé að leiðbeina húsráðendum og koma óskum þeirra í framkvæmd. „Þessi íbúð var öll tekin í gegn, allt rifið út og nýtt sett í staðinn með það að markmiði að létta á rýminu og láta þetta stórfenglega útsýni njóta sín til fulls. Einnig til að láta persónuleika þeirra sem hér búa blómstra og fá heildarmynd á allt rýmið,“ segir Sólveig Andrea sem hefur ástríðu fyrir starfinu sínu og blómstrar í hverju einasta verkefni sem hún tekur sér fyrir hendur.

M&H Sólveig Andrea1262.jpg

Stórfenglegt útsýni er yfir Arnarnesvoginn og lifandi málverk fyrir húsráðendur að njóta alla daga./Ljósmynd Anton Brink.

Missið ekki af innlitinu í þessa stórfenglegu og glæsilegu útsýnisíbúð við Arnarnesvoginn í þættinum Matur og Heimili í kvöld klukkan 20.00 og aftur klukkan 22.00.