Í Þjóðbrautarþáttunum á Hringbraut, bæði í útvarpi og sjónvarpi, koma margir gestir. Eðlilega þar sem umræða Þjóðbrautar tekur aldrei minna en sex klukkustundir í viku.
Á ekki löngum tíma hafa þessir Framsóknarmenn komið; Gunnar Bragi Sveinsson, Willum Þór Þórsson, Eygló Harðardóttir og Silja Dögg Gunnarsdóttir. Öll hafa þau verið sammála um eitt atriði; þau eru viss um að ekki verði mynduð ríkisstjórn án þátttöku, og helst undir foruystu, Framsóknarflokksins.
Öll vísa þau til sögunnar þar sem Framsóknarflokkurinn hefur vissulega oftar en flestir flokkar komið að myndun ríkisstjórna.
Sigurður Ingi Jóhannsson, núverandi formaður Framsóknarflokksins og forsætisráðherra, hefur sagst helst vilja í ríkisstjórn þar sem einnig verði þá Sjálfstæðisflokkur og Vinstri græn.
Sú afstaða kemur ekki á óvart. Þeir Framsóknarmenn sem hafa komið í Þjóðbraut hafa ekki viiljað útiloka neinn hinna flokkana, nema þá helst Gunnar Bragi Sveinssoon hvað varðar Viðreisn, sem hann sagði vera hættulega samfélaginu og sá flokkur yrði að kúvenda í skoðunum til að verða samstarfshæfur.
Nú er að sjá til, er spá allra þessara félaga í Framsóknarflokknum raunhæf? Fer svo að Framsókn bæði myndi næstu ríkisstjórn og veitir henni forystu?