Forverar más hefðu ekki getað orðið seðlabankastjórar

Samkvæmt þeim hæfniskröfum sem nú hafa verið birtar varðandi umsækjendur um stöðu bankastjóra Seðlabanka Íslands er ljóst að fæstir af forverum Más Guðmundssonar hefðu getað orðið bankastjórar miðað við þær hæfiskröfur sem nú eru í gildi. Hæfiskröfurnar eru þessar:

„Umsækjendur skulu hafa lokið háskólaprófi í hagfræði eða tengdum greinum og búa yfir víðtækri reynslu og þekkingu á fjármálastarfsemi og efnahags-og peningamálum. Gerð er krafa um stjórnunarhæfileika og hæfni í mannlegum samskiptum.“

Samkvæmt þessu er ljóst að próf í lögfræði eða rafmagnsverkfræði hefði ekki dugað og heldur ekki víðtæk reynsla af lögregluþjónsstrfi.

Þannig hefðu eftirtaldir lögfræðingar sem fóru í seðlabankann eftir ráðherraferil ekki uppfyllt hæfiskröfurnar: Davíð Oddsson, Birgir Ísleifur Gunnarsson, Tómas Árnason og Geir Hallgrímsson. Ekki heldur rafmagnsverkfræðingurinn Steingrímur Hermannsson og enn síður fulltrúi Alþýðubandalagsins, Guðmundur Hjartarson, en hann hafði að baki langan feril sem lögregluþjónn.