Niðurstaða viðræðna breytti eki þeim áformum HB Granda að sameina botnfiskvinnslu félagsins á Akranesi við botnfiskvinnslu félagsins í Reykjavík hinn 1.september næstkomandi.
Hjá HB Granda og dótturfélögum þess á Akranesi starfa 270 manns og 86 þeirra starfa við botnfiskvinnslu. Þessu fólki verður sagt upp stöfum um næstu mánaðamót. Samtímis og jafnframt verður starfsfólki boðið að sækja um önnur störf hjá HB Granda og dótturfélögum þess í Reykjavík og á Akranesi. Vonir HB Granda standa til þess að hægt verði að bjóða öllum starf sem þess óska.
HB Grandi rekur eftir sem áður uppsjávarvinnslu og fiskimjölsverksmiðju á Akranesi ásamt dótturfélögunum Norðanfiski og Vigni G. Jónssyni. HB Grandi segir að félagið muni leggja kraft í að efla þessar rekstraieningar og fullvinnslu sjávarafurða á Akranesi.
Forráðamenn Akraneskaupstaðar og HB Granda munu halda áfram viðræðum um að standa að frekari uppbyggingu atvinnulífs á Akranesi. Einn liður í því er að fulltrúar Akraneskaupstaðar í Faxaflóahöfnum beiti sér fyrir því að ráðist verði í nauðsynlegar viðhaldsaðgerðir á Akraneshöfn.
rtá
Nánar www.hbgrandi.is www.ruv.is www.mbl.is www.vlfa.is