Að sögn Guðbergs Guðbergssonar, löggilts fasteignasalar, er ungt fólk í flestum tilfellum að ná að kaupa fyrstu íbúðina sína með aðkomu foreldra sinna. Foreldrarnir eru þá að leggja fram fjármagn, til dæmis með veði í sinni eigin eign. Þetta á við, þótt fólk eigi nokkur börn sem verið er að aðstoða með þessum hætti og skýrist einfaldlega af því að unga fólkið er ekki að ná að fjármagna kaupin sín sjálf, til að geta flutt að heiman eða komist af leigumarkaði. Sýnishorn úr þættinum Afsal má sjá hér að neðan en í þættinum er einnig rætt um sumarbústaði, sem og nýjustu fasteignatíðindin í stjórnmálum. Afsal verður sýndur kl.20.30 í kvöld og í endursýningu um helgina.