Flokksmenn vilji losna við hönnu birnu

Ólafur Arnarson og Ólafur Ísleifsson ræddu stöðu Hönnu Birnu Kristjánsdóttur innan Sjálfstæðisflokksins í fyrsta þættinum sem þeir Ólafar stýra sameiginlega á Hringbraut. Þátturinn var frumsýndur síðastliðið fimmtudagskvöld.

Ólafur Arnarson sagði að sjálfstæðismenn væru búnir að átta sig á að Hanna Birna hefði skaðað flokkinn mjög alvarlega og vildu losna við hana. Hann myndi ekki eftir að nokkru sinni hefði verið farið eins hart fram gegn forystumanni innan flokksins og síðustu daga og vísaði mest megnis til lekamálsins.

Þá kom fram sú skoðun hjá Ólafi Arnarsyni að engin spenna væri um að Ólöf Nordal fengi varaformannsembættið á Landsfundi Sjálfstæðisflokksins eftir þrjár vikur. Eina spennan væri hvort hún fengi 97% stuðning til embættis eða 99%.

Ólafur Ísleifsson spurði þá hvort spennan um varaformannskjörið yrði álíka mikil og að horfa á málningu þorna. Játaði nafni hans því.

Þáttinn má sjá hér.