Fleiri velja magaermi

Magaermi er nú jafnt og örugglega að verða sú leið sem flestir velja til að grennast en fólk í ofþyngd er yfirleitt í mun meiri heilsufarslegri hættu en aðrir. Hætta á m.a. hjarta- og æðasjúkdómum, sykursýki, kæfisvefn er margföld. Þetta kemur fram í samtali við  Auðun  Svavar Sigurðssonar efnskipta- og offituskurðlækni  í þætti um magaermi sem sýndur var á Hringbraut sunnudaginn 22.apríl.

Svonefndar magahjáveituaðgerðir eru að sama skapi á undanhaldið en slíkar aðgerðir eru gerólíkar magaerminni. Vel yfir 200 manns hafa farið í magaermi hér landi og er meðalaldur sjúklinganna 42ja ára en fer þó alveg niður í 18 ára og upp í 71 árs. Í þeirri aðgerð er 70 til 80 prósent magans fjarlægður. Margir velja þó frekar svokallað magaband. Sjá má upplýsingar um ólíkar aðgerðir hér á vefsíðu sem Auðun  Svavar  heldur úti vegna þessara aðgerða.  Auðun hefur starfað sem yfirlæknir á Bretlandi í nær þrjá áratugi og sérhæft sig í meðferð sjúklinga með yfirþyngd og offitu. Hann hefur framkvæmt þúsundir magabandsaðgerða, magaermar og svokallaðar magablöðrur – og unnið þær í tæpan áratug hér heima á sjúkarhúsinu í Keflavík.

Hluta úr þættinum um aðgerðina má sjá hérna í stiklu þar sem fylgst var með Ólafi Arnarsyni fara í gegnum margra mánaða ferli eftir magaermi: