Formaður VR: Það eru komnir nýir tímar. Nú notum við lífeyrissjóðina og stoppum fjármálakerfið, frystum öll viðskipti, til að knýja á um launahækkanir fyrir láglaunafólk.
Forstjóri Fjármálaeftirlitsins: Það er einfaldlega bannað með lögum að taka ákvarðanir í stjórnum lífeyrissjóða í öðrum tilgangi en að ávaxta sparnað lífeyrisþeganna.
Formaður VR: Hvar var fjármálaeftirlitið í hruninu? Það er jafnræðisregla í stjórnarskránni. Fyrst þeir máttu það í hruninu megum við það núna.
Ungur maður á kassa 2 við unga konu á kassa 1: Hann er rosa töff formaðurinn okkar. Stendur fast með okkar hagsmunum. Hann sló Fjármálaeftirlitið í gólfið með einhverri jafnræðisreglu úr stjórnarskránni.
Unga konan á kassa 1 við unga manninn á kassa 2: Já, hann er flottur. En ég er samt ekki alveg að fatta þessa jafnræðisreglu. Ertu viss um að það sé eitthvað í henni fyrir okkur. Töpuðu ekki allir á því sem þeir gerðu í hruninu? Er ekki hætta á að allir tapi ef við gerum það sama núna?
Ungi maðurinn á kassa 2 við ungu konuna á kassa 1: Já, þú meinar!
rtá