Í kvöld ætlar Sjöfn Þórðar að heimsækja Hafnartorgið sem er kærkomin viðbót í miðbæjarflóruna og hefur gjörbreytt ásýnd hafnarsvæðisins til hins betra. Glæsilegar fasteignir hafa risið upp og tengt gamla tímann við hin nýja með glæsilegri útkomu. Í tilefni þess og í aðdraganda jólanna heimsækir Sjöfn tískuvörusverslunina Collections og spjallar við Heimi um nýju staðsetninguna, væntingarnar og það sem verslunin hefur uppá að bjóða. Collections býður uppá fjölda þekktra tískuvörumerkja sem hafa haslað sér völl um allan heim og það má með sanni segja að staðsetningin á Hafnartorgi setji punktinn yfir i-ð fyrir verslunina og viðskiptavini.
Missið ekki af áhugaverðu innliti á Hafnartorgi í kvöld.
Þátturinn Fasteignir & Heimili verður á dagskrá í kvöld klukkan 20.30 og aftur klukkan 22.30.