Fiskréttur með pepperóní

Ég er ein af þeim sem hef ekki þolinmæði eða vilja til að staldra lengi við eldamennskuna. Ég vil holla, fljótlega rétti sem eru líka bragðgóðir. Þótt að kröfurnar virka miklar þá tekst mér oftast nær ágætlega til. Fiskur er minn uppáhalds matur og finn ég oft uppskriftir á netinu og tek úr og bæti við eftir eigin sniði og eftir því hvað ég á til í ísskápnum. Um daginn fann ég uppskrift af fiskrétt en mér fannst vanta smá bragð út í réttinn. Ég ákvað að setja pepperóní útí til að bragðbæta og auðvitað setti ég auk ost. Mér fannst það koma skemmtilega vel út og ætla ég því að deila með ykkur uppskriftinni.

 

 Innihald

2 ýsuflök

1 stór sæt kartafla eða 2 minni

1 bolli af blómkáli

1 paprika

½ rauðlaukur

2 gulrætur

Hálft bréf af pepperóní

1 stk rjómaostur með kryddblöndu

 1 stk beikonostur frá ostabúðinni

Cayenne pipar

Rifinn ostur

 

Aðferð

Ýsuflökin eru skorin niður í minni bita og sett í botninn á stóru fati

Sætu kartöflurnar skornar í sneiðar og soðnar í 10-15 min (fer eftir þykkt), og settar síðan ofan á fiskinn

Grænmetið er skorið smátt og steikt á pönnu í nokkrar mín. Það fer síðan út í fatið ásamt niðurskornu pepperóní

Rjóma- og beikonosturinn settur yfir ásamt rifnum osti og cayenne pipar

 

Fatið sett inn í ofn á 200°C í ca 20 min

Borið fram með glasi af vatni með klökum

Njótið