Sælkera sjávarrétta-tvenna
- 1 stk rauð Paprika
- 1 gul Paprika/appelsínugul
- 3 stk Skallottulaukur
- 1 stk Hvítlaukur/kina
- 1/2 -1 stk Rautt Chjili fræhreinsað
- 1/2 dl Hvítvín
- 1 og 1/2 dós Kókosmjólk
- 2 tsk Humarkraftur
- 1/2 Kjötkraftur
- smá Steinselja smátt skorin
- 1 stk Límóna safi og börkur
- Ólívu olía og smá smjör til steikingar
- Salt
- Skelflettur Humar
- Krabbakjöt/ getur verið hvaða fiskur sem er
- 250 gr brún Hrisgrjón
Aðferð:
Paprika, laukur, hvítlaukur, Chjilli skorið smátt, olia og smjör sett á pönnu, Paprika og Laukur sett á útá, mýkið. Chjilli og Hvítlauk bætt við og látið malla í nokkrar mínútur, bætið við Hvítvíni. Kókosmjólk sett útí og hrærið vel saman, Límónubörk og safa bætt við. Kryddið með krafti og salti látið látið sjóða og lækkið aðeins hitann. Bætið Humar og krabbakjöti úti, setjið lokið á pönnuna og látið malla í nokkrar mínútur.
Gott er að sjóða grjónin á meðan verið er að undirbúa Sjavarréttinn. Farið eftir leiðbeiningum á pakkningum, mér finnsr mjög gott að setja smá salt og smjör úti grjónin. Þegar þau eru að vera klára bætið við 1/2 dós af Kókosmjólk útí og smá Límónubörk, gefur mjög gott bragð.
Setjið grjónin á disk og hellið Sjávarréttinum yfir, stráið steinselju yfir.
Frönsk Súkkulaði kaka
- 4 stk Egg
- 100 gr Hrásykur
- 50 gr Kókosolía
- 1 tsk Vanillidropar
- 200 gr Suðusúkkulaði
- 100 gr Smjör
- 1 dl Spelt hveiti
- 1/2 dl agave sýrop
- smá Salt
- Brómber/Hindber
Aðferð:
Setjið egg í skál/hrærivél ásamt sykri og sýrópi hrærið vel saman, bætið við vanilludropum, Súkkulaði, smjör og Kókosolíu brætt saman yfir vatnsbaði. Bætið súkkulaðiblöndunni varlega saman við ásamt Spelt hveitinu, bætið við salti. Setjið á bökunarform t.d springform.
Bakist við 200° í 30 mínútur.
Krem
- 150 gr Suðusúkkulaði
- 50 gr Smjör
- 2 msk Agave sýróp
- Salt
Aðferð:
Bræðið saman yfir vatnsbaði, kreminu hellt yfir kökuna, skreytt með berjum, gott er að hafa ís eða rjóma með.
Girnilegt, hollt, gott og ódýrt... Hver vill það ekki ? :)