Fimm umhverfisvænar leiðir til að losna við illgresi

Baráttan við illgresið getur verið erfið og virðist oft vera vonlaust að slást við það. Margir grípa þá til þess ráðs að kaupa eitur til að vinna á illgresinu, sem getur verið bæði hættulegt fyrir umhverfið og okkur sjálf. Hér eru fimm umhverfisvænar leiðir sem þú getur notað án þess að skaða þig eða umhverfið.

 

1. EDIK

Lykillinn að því að nota gamla góða edikið til að drepa illgresi er að hella því á nýsprottið illgresi sem er með óþroskaðar ræktur og viðkvæm blöð. Edikið virkar vel sem eitur og eftir nokkra daga verður arfinn brúnn og dauður. Því sterkara sem edikið er því betra.

 

2. HEITT VATN

Fylltu á hraðsuðuketilinn og heltu sjóðandi heitu vatninu yfir illgresið. Heita vatnið brennir arfann og hann deyr nokkrum tímum seinna.

 

3. VODKI

Settu einn bolla af vodka á móti sex bollum af vatni í úðabrúsa og bættu svo við nokkrum dropum af uppþvottalegi. Blandan virkar mjög vel, sérstaklega fyrir plöntur sem standa í beinu sólarljósi. Eftir nokkra tíma er illgresið þornað upp og orðið að engu. Passa þarf upp á að úða þessu ekki á viðkvæm blómin því blandan getur einnig þurrkað þau upp.

 

4. SALT

Þú getur notað borðsaltið til að stoppa vöxt illgresis. Þú getur líka notað það til að stoppa vöxt við brúnir eða grindverk. Farðu þó varlega og ekki nota það í miðjan garðinn, því saltið getur skilið svæði eftir hrjóstrug. Saltið er því best til að nota á svæði þar sem ekkert á að vaxa, eins og á milli hellna.

 

5. DAGBLÖÐ

Teppi af dagblöðum stoppar sólarljósið og súrefni frá því að ná til jarðvegsins, kæfir illgresið sem er komið og varnar því að nýtt spretti upp. Settu tíu dagblaðsopnur saman og búðu til teppi úr nokkrum þannig bunkum. Bleyttu pappírinn til að halda þeim niðri og þektu svo blöðin með lagi af moltu. Ef illgresi vex í moltunni búðu þá til blaða-lasagna með því að setja fleiri dagblöð og annað lag af mold. Blöðin brotna svo á endanum niður. Hægt er að nálgast fría moltu bæði hjá Ikea og Íslenska Gámafélaginu í Gufunesi.