Við Íslendingar erum alveg sér á báti þegar kemur að sundlauganotkun. Hér á landi eigum við fjöldann allan af frábærum sundlaugum sem eru upphitaðar allan ársins hring og fara bæði börn og fullorðnir ofan í sundlaugarnar, rennibrautirnar og heitu pottana sama hvernig viðrar.
Nú er aðeins farið að kólna í veðri hjá okkur þrátt fyrir að vetur konungur sé ekki alveg mættur á höfuðborgarsvæðinu. Tók Hringbraut saman tólf af þeim bestu sundlaugum sem landið hefur upp á að bjóða.
Álftaneslaug - Bessastöðum
Álftaneslaug er bæði með útisundlaug, innisundlaug, heita potta, buslulaug, gufubað, saunabað, vatnsrennibraut og öldulaug.
Salalaug - Kópavogi
Í salalauginni er útisundlaug, iðulaug, innilaug, rennibraut, heitir pottar og vatnsorgel.
Suðurbæjarlaug – Hafnarfirði
Suðurbæjarlaug er bæði með útisundlaug, innisundlaug og góða barnalaug. Í henni er einnig bunusveppur, vatnsrennibrautir og gott útisvæði.
Sundlaug Kópavogs – Kópavogi
Í sundlaug Kópavogs er bæði innilaug og útilaug, rennibrautar og góðir heitir pottar.
Ásvallalaug – Hafnarfirði
Í Ásvallalaug er góð aðstaðar fyrir börn og eru sundlaugarnar innandyra, einnig er stór aðalsundlaug, rennibraut og heitir pottar bæði inni og úti.
Sundlaugin á Hellu
Sundlaugin á Hellu er algjör gersemi á Suðurlandinu. Hún hefur að geyma skemmtilegar rennibrautir og busllaug fyrir börnin.
Sundlaug Akureyrar
Sundlaug Akureyrar er með þrjár nýlegar rennibrautir, notalegan heitan pott og er útsýni yfir Hlíðarfjall. Getur ekki klikkað.
Vatnaveröld í Reykjanesbæ
Vatnaveröld í Reykjanesbæ hefur verið sérstaklega vinsæl meðal foreldra. Innilaugin er sannkölluð vatnaparadís fyrir börnin og mikið um að vera.
Sundlaugin í Ísafjarðardjúpi
Sundlaug Reykjanes í Ísafjarðardjúpi er mátulega volg sem gerir hana að stærsta heita potti landsins. Þar er einnig stórkostlegt útsýni.
Sundlaugin á Hofsósi
Sundlaugina á Hofsósi má enginn láta framhjá sér fara. Hún er glæsileg og útsýni úr henni yfir sjóinn í átt að Drangey.
Sundlaugin á Seltjarnarnesi
Á seltjarnarnesi er sundlaug sem hefur saltvatn í sér. Fjöldi heitra potta er gott og Íslendingar hafa sótt laugina í fjölda ára við gott mót.
Sundlaugin í Borgarnesi
Í sundlauginni í Borgarnesi eru vatnsrennibrautir, útisundlaug, heitir pottar, vaðlaug, innilaug, eimbað og góð sólbaðsaðstaða sem þó er erfitt að nýta sér nú yfir vetrartímann.
Segðu okkur hvaða sundlaug þér finnst vanta á listann?