Fífillinn bjartur og fagur eins og sólin er mættur

Nú er vor í lofti og bjart framundan og boðberi vorsins hjá Heklaíslandi eru nýjar vörur sem lífga uppá heimilið með sínum fallegu myndum með skírskotun í íslenska náttúru, blómin í haganum. Heklaíslandi eru íslenskar hönnunarvörur sem fegra heimilið og tilveruna og Hekla B. Guðmundsdóttir listakona er hönnuðurinn bak við þær. Innblásturinn fær hún úr íslensku náttúrunni og sveitalífinu sem hún þekkir svo vel úr æsku. Fífill bolli og Fífill viskustykki eru glæný viðbót inn í Fífil línuna en fyrir eru Fífil servíetta og Fífil kerti. Fífillinn er bjartur, fagur, gulur eins og sólin, líkt og lóan lætur hann okkur vita að nú komi senn sólin og blóm í haga.

M&H Heklaíslandi B_Fifill.jpg

Hannaður fyrir drykkinn minn og þinn

Bollalínan hennar Heklu hefur notið mikilla vinsælda og Fífill bollinn er sá fimmti í röðinni. Fyrir eru lóa, egg, krummi og krækiber og skírstkotunin er sterk i íslenskt fugla- og náttúrulíf sem gleður augu og sál. Það skemmtilega við bollana er að þeir eru til margra nota. Þeir henta undir alla drykki en einnig sem blómapottar og eða bara fyrir pennana á skrifborðinu. Hvaðeina sem eigandanum dettur í hug að gera við sína bolla. Þeir eru fallegir í kaffiboðið í góðra vina hópi, í sumarhúsið, fyrir alla unga sem aldna. Þeir eru staflanlegir, úr postulíni og skreyttir málverkum eftir Heklu þar sem hún er innblásin ástríðu af sveitalífinu þar sem náttúran skartar sínu fegursta.

M&H Heklaíslandi bollar 1.jpg

Bollarnir hennar Heklu skarta fallegum myndum hennar sem eru skírskotun í íslenskt dýra- og náttúrulíf sem lífga uppá tilveruna.

Fífillinn sá fyrsti í blómalínunni

Fífil viskutstykkið er það fyrsta í blómalínunni og kærkomin viðbót, þau eru úr bómul í stærðinni 50x70 og einstaklega falleg. Þau lífga uppá eldhúsið og gaman er að raða saman nokkrum hlutum úr vörulínunni sem gefa rýminu skemmtilegri blæbrigði.

M&H Heklaislandi fifill viskustykki.jpg

Sumarleg og upplífgandi í eldhúsinu, boðberar vorsins.

Ný vörulína til heiðurs þríeykinu

Gaman er að ljóstra því upp að von er á nýrri servíettu og kerti sem ber heitið „ÞRÍEYKIГ. Þessi lína er unnin út frá málverki sem Hekla málaði í fyrstu bylgju Covid. Verkið er af þremur kindum með fífil á höfðinu, sem eru einhvers konar fífil kórónur. „Það var ekki meðvituð ákvörðun í byrjun að þetta væri þríeykið en eftir því sem á leið og málverkið þróaðist og þríeykið varð stór hluti af lífi okkar allra lá beinast við að skíra verkið „ÞRÍEYKIГ til heiðurs Ölmu, Víði og Þórólfi og þessu ótrúlega ári 2020,“segir Hekla þegar hún er spurð út í heitið. En eins og kom fram í þættinum Matur og Heimili síðastliðið haust fékk Hekla innblástur á þessu herrans ári 2020 og að byrjaði mála aftur og verkið er fyrsta sköpunarverkið eftir langt hlé. „Okkar von var sú að nýja línann yrði komin í hús fyrir páska, við látum ykkur vita um leið og þríeykið færist nær,“segir Hekla og er að vonum orðin spennt að geta frumsýnt nýju línuna.

M&H Heklaíslandi Þríeykid.jpg

Þríeykið í blóma lífsins.

Vöruflóra Heklaíslandi er fjölbreytt og hefur notið mikilla vinsælda á undanförnum árum. Servíettur og kerti frá Heklaíslandi eru notaðar fyrir alla mannfagnaði stóra sem smáa. Meðal þess sem hægt er að fá í vörulínu Heklaíslandi eru skúlptúrarnir krummi, lóa, kind, hestur og lundi. Skúlptúrarnir fallegu eru skemmtilegar gjafir fyrir fermingarbarnið, útskriftina, brúðkaupið eða önnur tilefni. Falleg íslensk hönnun sem fylgir þér inn í framtíðina

Hægt er að skoða vörulínurnar hjá Heklaislandi á heimasíðu þeirra Heklaíslandi

M&H Heklaíslandi fifill gamall.jpg