Þau Jón G. og Sjöfn Þórðardóttir fá að venju til sín góða gesti í þáttinn Fasteignir og heimili í kvöld.
Albert Eiríksson fagurkeri með meiru ræðir við Sjöfn Þórðar um mikilvægi þess að skipuleggja fermingarveislur vel og hversu brýnt sé að vanda allan undirbúning. Jafnframt tekur hann góð húsráð fyrir.
Elvar Orri Hreinsson, sérfræðingur í greiningardeild Íslandsbanka, fer yfir þær miklu verðhækkanir sem orðið hafa á fasteignamarkaðnum á undanförnum og hina ótrúlegu eignamyndum eigenda fasteigna.
Daníel Árnason, framkvæmdastjóri Eignaumsjónar, ræðir um rekstur húsfélaga en fyrirtækið heldur utan um 10.200 íbúðir á landinu og er brautryðjandi á þessu sviði. Þá annast félagið umsjón á atvinnuhúsnæði og heldur utan um nokkur stór rekstrarfélög, eins og í Mjódd og Glæsibæ.
Emilía Borgþórsdóttir iðnhönnuður er með mjög áhugaverð hönnunarnámskeið við Endurmenntun Háskóla Íslands um þessar mundir. Þetta eru afar gagnleg námskeið fyrir þá sem vilja fegra heimili sín enn frekar, huga að heilsunni og ekki síst halda sínum persónulega stíl og leyfa honum að njóta sín.
Þátturinn Fasteignir og heimili er á dagskrá öll mánudagskvöld kl. 20:30 á Hringbraut - og jafnan ferskur, fjölbreyttur og með persónulegum blæ.