Getur það gerst í fyrsta sinn að Sjálfstæðisflokkurinn í Reykjavík fari niður fyrir 20% greiddra atkvæða í kosningunum á sunnudag?
Árið 2014 var fylgi flokksins um 25% undir forystu Halldórs Halldórssonar. Það var í fyrsta sinn í sögunni sem fylgi flokksins fór niður fyrir 30% og þótti vera afhroð.
Árið 2010 nam fylgi flokksins í Reykjavík 33% undir forystu Hönnu Birnu Kristjánsdóttur. Það var í fyrsta sinn sem fylgið fór niður fyrir 40% í borgarstjórnarkosningum. Hruninu var þá kennt um.
Flest bendir til þess að flokkurinn fái slaka útkomu úr komandi kosningum. Hvort fylgið verður 25% eða fari jafnvel niður fyrir 20% kemur í ljós um næstu helgi. Verður góðærinu þá kennt um?
Eyþór Arnalds virðist ætla að verða þriðji leiðtogi lista flokksins í röð til að gjalda afhroð í höfuðborginni.
Eyþór nær ekki til kjósenda. Þeir treysta honum ekki, vilja hann ekki.
Það sem gæti hjálpað flokknum eitthvað er léleg kjörsókn og gríðarleg dreifing atkvæða.
En hvorugt mun nægja til að afstýra fyrirsjáanlegu skipbroti.
Rtá.