Fer ragnar þór með vr fram af brúninni?

”Formaður VR segir að baráttumál Öryrkjabandalagsins verði settar [svo!] i kröfugerð VR líkt og Efling hefur gert. Kröfur félaganna þriggja séu sambærilegar í komandi kjaraviðræðum.“

Þetta er upphaf fréttar á visir.is sunnudaginn 21. Október 2018. Félögum í VR hlýtur að hafa brugðið við þessi tíðindi! Ragnar Þór Ingólfsson formaður félagsins boðar hér nýja láglaunastefnu fyrir félagsmenn VR! 

VR hefur um árabil verið félag þeirra sem hvað best kjör hafa haft og hæst launin á hinum almenna vinnumarkaði. Samkvæmt nýjustu launakönnun félagsins eru meðallaun vel yfir 600 þúsund kr. á mánuði. Nú stillir formaðurinn félaginu upp við hlið lægst launuðu hópanna af því kröfur þeirra séu „sambærilegar í komandi kjaraviðræðum“!

Formaðurinn ætlar að reyna að ná kjöri sem varaforseti ASÍ. Það er út af fyrir sig sérstakt í ljósi þess að fáir hafa talað jafn illa um ASÍ og hann undanfarin ár, en hann talar jú illa um alla svo það þarf kannski ekki að koma á óvart! Að því loknu ætlar hann að reyna að ná endurkjörui sem formaður VR.

Þegar hann var kjörinn formaður VR fyrir tæpum tveimur árum var það með atkvæðum um 10% félagsmanna. Hinn almenni VR-félagi nennti ekki að kjósa og fékk þetta. Nú er spurning hvort félagsmenn VR ætla að láta sig hafa það annað kjörtímabil að hafa formann sem stýrir félaginu upp að hlið þeirra sem lökust hafa kjörin – stefnir greinilega niðurávið í átt að lægri launum og lakari kjörum. Eða skyldu þeir áfram vera jafn værukærir og áður og ekki nenna að velja heimasíðu VR sitjandi í hægindum sínum og taka þátt í að kjósa formann?

Enginn veit hvað átt hefur fyrr en misst hefur segir máltækið og á vel við þegar VR-félagar átta sig – of seint – á að
formaðurinn þeirra er á hraðferð með félagið til fátæktar!
 
rtá