Stoðkerfi líkamans var helsta umfjöllunarefni sjónvarpsþáttarins Heilsutímans á Hringbraut í gærkvöld en þar tók Gígja Þórðardóttir á móti valinkunnum sérfræðingum.
Meðal gesta var Halldóra Björnsdóttir, framkvæmdastjóri Beinverndar, svo og Hildur Gunnarsdóttir sem greindist með beinþynningu, einungis 37 ára gömul og hefur þurft að laga líf sittað brothættum beinum. Hún sagði sögu sína í þættinum, sem er eftirtektarverð, en hægt er að skoða þáttinn hér á hringbraut.is, en hann verður einnig endursýndur á stöðinni í dag.
Í þættinum fjallaði Hildur Kristín Sveinsdóttir, sjúkraþjálfari um áhrif spjaldtölvu- og snjallsímanotkunar á stoðkerfi barna og unglinga, en sífellt fleiri ungmenni leita til sjúkraþjálfara vegna háls og höfuðverkja
Þá var fjallað um forvarnarvikuna og spjallað við Hrefnu Sigurjónsdóttur frá Heimili og skóla um sjálfsmynd unglinga og barna.
Teitur Guðmundsson læknir var svo að lokum með stutt innlegg um stoðkerfið og mikilvægi þess að passa upp á líkamann.
Heilsutíminn, sem unninn er í samvinnu við Fréttatímann og frumsýndur á mánudagskvöldum í haust og vetur.