Það er ávallt stórt skref að kaupa sínu fyrstu eign enda stærsta fjárfesting í lífi flestra einstaklinga. Vala Kristín Eiríksdóttir leikkona keypti sína fyrstu eign á Leifsgötunni alls ekki fyrir löngu. Sjöfn Þórðar heimsækir Völu Kristínu og fær að kynnast heimilistíl hennar og kærastans, Birkis Blæs Ingólfssonar og Olivers, litla hundinum þeirra sem nýtur sín í botn í fallega hreiðrinu þeirra. „Um leið og ég kom inn í þessa íbúð, fann ég það strax að þessa eign ætlaði ég að eignast,“ segir Vala Kristín og er einstaklega ánægð með heimilið sitt og kærastans. Völu Kristínu er margt til lista lagt, hún er ekki bara bráðskemmtileg og góð leikkona heldur listræn í höndunum líka. Meira um það í þættinum í kvöld.
Missið ekki af áhugaverðu innliti til Völu Kristínar í kvöld.
Þátturinn Fasteignir & Heimili verður á dagskrá í kvöld klukkan 20.30 og aftur klukkan 22.30.