Fallegasti Hasselbakki landsins íslenskt handverk

Nýjasta hönnun og handverk Hafþórs Bjarnasonar hjá Hnyðju er þessi forláti Hasselbakki þar sem notagildið og fagurfræðin fer vel saman. Hann er úr amerískri hnotu og er stærðin er um það bil 13 x 7,5 sentimetrar. Hasselbakki er til að útbúa Hasselback kartöflur - það segir sig sjálft. Kartöflur eru lagðar í bakkann og skorið þétt ofan í - holan í bakkanum kemur í veg fyrir að þú skerir alla leið. Síðan eru hasselback kartöflurnar settar í eldfast fat, smjörbráð hellt yfir og krydd að eigin geðþótta, salt og pipar að minnsta kosti. Einstaklega falleg gjöf sem gleður og fátt gleður meira enn íslenskt handverk sem hannað og smíða hefur verið að natni og ástríðu og hefur notagildi.

M&H Hasselbakkar 4.JPG

Hasselbakkinn er einstaklega falleg hönnun þar sem notagildið og fagurfræðin fer vel saman./Myndir aðsendar.

Smíðaður að natni og alúð á náttúrulegan og umhverfisvænan hátt

Hnyðja er fjölskyldufyrirtæki hjónana Brynju Döddu Sverrirsdóttur og Hafþórs Bjarnasonar sem sérhæfir sig í nytja- og skrautmunum, að mestu unnum úr tré. Hver einasti hlutur er smíðaður af natni í höndum og lögð í hann mikil vinna og alúð í anda liðinna ára. Ávallt er leitast eftir að hafa efnivið eins náttúrulegan og umhverfisvænan og býðst hverju sinni. Þetta er þó eingöngu hugsjónavinna og hefur t.d. ekki verið ofnæmis- eða öryggisprófað nema af fjölskyldunni. Hjónin Hafþór og Brynja Dadda eru einstaklega samhent í allri hönnun og framreiðslu og leggja ást sína hvern einasta hlut. Hægt að skoða úrvalið af handverkum Hafþórs og fjölskyldunnar á heimasíðunni þeirra Hnyðja.

M&H Hasselbakkinn 2.JPG

Hér er búið að skera í kartöfluna og hún tilbúin í eldfasta mótið.

M&H Hasselbakkinn - kart 3.JPG

Hasselback kartöflurnar tilbúnar glóðvolgar og fallegar úr ofninum.

M&H Hasselbakkinn 5.JPG